Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður

Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Efnt var til sérstakrar umræðu um stöðu efnahagsmála á Alþingi nú síðdegis. Við verðum í beinni útsendingu þaðan og ræðum við þingmenn.

Lítið virðist þokast í kjaraviðræðum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Við fáum formann SÍS til okkar í settið til að fara yfir stöðu mála nú þegar verkfallsaðgerðir hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur.

Þá heyrum við í umhverfisráðherra sem hefur miklar efasemdir um fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði, skoðum gróðurinn sem virðist koma illa undan kaldri sumarbyrjun og kíkjum á æfingu hjá íslenskum börnum sem hafa verið fengin til að syngja á kínversku í auglýsingu fyrir stórfyrirtæki.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×