Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður

Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir nýsamþykkt lög um samkynhneigða í Úganda þau hættulegustu í heimi í dag fyrir hinsegin fólk og geri það nánast réttdræpt. Ísland hefur átt þróunarsamstarfi við Úganda í áratugi. 

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 er rætt við utanríkisráðherra sem segir þróunarsamstarf ekki alltaf auðvelt, sérstaklega þegar mannréttindi eru ekki virt.

Þá heyrum við í ungum íslenskum leikstjóra sem var að snúa aftur af kvikmyndahátíðinni í Cannes. Stuttmynd hans er þar á aðaldagskrá og hlaut jafnframt sérstaka viðurkenningu. 

Auk þess verðum við í beinni frá Hörpu þar sem söfnunar- og neyðartónleikarnir Vaknaðu verða haldnir í kvöld. Tónleikarnir eru haldnir til að vekja athygli á og safna fjármagni vegna ópíóðafaraldursins sem nú geisar hér á landi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×