Óskar eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða byssur voru keyptar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2023 11:32 Arndís Anna hefur óskað eftir nánari upplýsingum um vopnakaup lögreglunnar vegna leiðtogafundarins í Hörpu. Vísir/Arnar Þingmaður Pírata hefur óskað eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. Þingmaðurinn segir ekki hægt að veita lögreglu meira vald án aðkomu þjóðarinnar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir í aðsendri grein á Vísi það áhyggjuefni að fylgjast með því hvernig dómsmálaráðherra hafi sýnt því mun meiri áhuga að auka vopnaburð og valdheimildir lögreglunnar en að styðja betur við hana. Tilefnið eru ummæli Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, í samtali við Stöð 2 þar sem hann sagði Arndísi hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum. Valdmörkin verði að vera skýr Arndís segir í grein sinni að lýðræði sé ekki sjálfsagt og að því verði ekki viðhaldið af sjálfu sér. Góðar ástæður séu fyrir því að lögregluvaldi séu sett skýr mörk í lýðræðisríkjum. „Vopnvæðing og valdheimildir lögreglunnar eru ekki einkamál hennar. Það er með öllu óviðeigandi að stakur viðburður sem krefst öryggisgæslu á hernaðarlegum skala, sé notaður sem afsökun fyrir því að taka U-beygju í málefnum lögreglu til langframa, án þess að eiga svo mikið sem samtal við ríkisstjórn og hvað þá Alþingi.“ Þingmaðurinn segir að þar sem ráðherra hafi ekki haft svörin á hreinu hafi hún óskað eftir upplýsingum um nákvæmlega hvað var keypt, hvers vegna, og að fengnu mati hvers. „Þetta eru eðlilegar spurningar, þó ráðherra hafi brugðist ókvæða við og reynt að gera lítið úr efninu. Í lok viðtals í fjölmiðlum sagðist ráðherra „treysta lögreglunni fullkomlega“ til þess að fara varlega með allar hríðskotabyssurnar sem hann lét hana fá, og vita almennt hvað hún sé að gera.“ Snúist um öryggi borgaranna Arndís segir ekki nema von að Jón treysti lögreglunni fyrir vopnum og hafi engar áhyggjur af misbeitingu valds af hennar hálfu. Ráðherra tilheyri þeim hópi sem ólíklegt sé, ef ekki nánast útilokað, að valdi sé misbeitt gegn. „Spurningar mínar og áhyggjur snúast því ekki um að hafa ekki skilning á öryggissjónarmiðum. Þær snúast um öryggissjónarmið. Sjónarmið um öryggi borgaranna gegn ofríki stjórnvalda, ekki bara öryggi miðaldra, hvítra valdamanna gegn óskilgreindri utanaðkomandi ógn við vald þeirra.“ Þingmaðurinn segir ráðherra ef til vill eiga erfitt með að skilja þetta, þar sem hann sé valdhafinn í þessari mynd. Hann sé ekki bara hvítur, sís-kynja karlmaður. „Heldur er hann hvorki meira né minna en æðsti ráðamaður þeirra stjórnvalda sem hann segist svo auðmjúkur treysta. Talandi um að skorta skilning.“ Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Götum lokað í miðborginni vegna aðgerðar sérsveitar Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir í aðsendri grein á Vísi það áhyggjuefni að fylgjast með því hvernig dómsmálaráðherra hafi sýnt því mun meiri áhuga að auka vopnaburð og valdheimildir lögreglunnar en að styðja betur við hana. Tilefnið eru ummæli Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, í samtali við Stöð 2 þar sem hann sagði Arndísi hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum. Valdmörkin verði að vera skýr Arndís segir í grein sinni að lýðræði sé ekki sjálfsagt og að því verði ekki viðhaldið af sjálfu sér. Góðar ástæður séu fyrir því að lögregluvaldi séu sett skýr mörk í lýðræðisríkjum. „Vopnvæðing og valdheimildir lögreglunnar eru ekki einkamál hennar. Það er með öllu óviðeigandi að stakur viðburður sem krefst öryggisgæslu á hernaðarlegum skala, sé notaður sem afsökun fyrir því að taka U-beygju í málefnum lögreglu til langframa, án þess að eiga svo mikið sem samtal við ríkisstjórn og hvað þá Alþingi.“ Þingmaðurinn segir að þar sem ráðherra hafi ekki haft svörin á hreinu hafi hún óskað eftir upplýsingum um nákvæmlega hvað var keypt, hvers vegna, og að fengnu mati hvers. „Þetta eru eðlilegar spurningar, þó ráðherra hafi brugðist ókvæða við og reynt að gera lítið úr efninu. Í lok viðtals í fjölmiðlum sagðist ráðherra „treysta lögreglunni fullkomlega“ til þess að fara varlega með allar hríðskotabyssurnar sem hann lét hana fá, og vita almennt hvað hún sé að gera.“ Snúist um öryggi borgaranna Arndís segir ekki nema von að Jón treysti lögreglunni fyrir vopnum og hafi engar áhyggjur af misbeitingu valds af hennar hálfu. Ráðherra tilheyri þeim hópi sem ólíklegt sé, ef ekki nánast útilokað, að valdi sé misbeitt gegn. „Spurningar mínar og áhyggjur snúast því ekki um að hafa ekki skilning á öryggissjónarmiðum. Þær snúast um öryggissjónarmið. Sjónarmið um öryggi borgaranna gegn ofríki stjórnvalda, ekki bara öryggi miðaldra, hvítra valdamanna gegn óskilgreindri utanaðkomandi ógn við vald þeirra.“ Þingmaðurinn segir ráðherra ef til vill eiga erfitt með að skilja þetta, þar sem hann sé valdhafinn í þessari mynd. Hann sé ekki bara hvítur, sís-kynja karlmaður. „Heldur er hann hvorki meira né minna en æðsti ráðamaður þeirra stjórnvalda sem hann segist svo auðmjúkur treysta. Talandi um að skorta skilning.“
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Götum lokað í miðborginni vegna aðgerðar sérsveitar Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira