„Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2023 09:44 Stiginn hefur vakið mikla athygli meðal Breiðhyltinga. Vísir/Vilhelm Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. „Þetta er hræðileg sjónmengun fyrir mig,“ segir Steinunn Ásmundsdóttir, íbúi í Bökkunum í samtali við Vísi. Stiginn er nú nýr hluti af útsýni hennar af svölunum heima fyrir og segist hún hafa verið gáttuð á að sjá allt í einu þetta „vúlgar galvaníseraða járnbákn“ líkt og hún kallar stigann. Ljóst er að stiginn er mikið hitamál en einn íbúa var svo ósáttur að hann sá sig knúinn til þess að hafa samband við fréttastofu vegna málsins. Kveður hann stigann ekki hafa verið kynntan í grenndarkynningu, hann hafi birst fyrirvaralaust íbúum til mikils ama og segir um að ræða mikið lýti á skóginum. Vísir hefur ekki fengið upplýsingar frá Reykjavíkurborg um framkvæmdirnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er um að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúðarkosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. Í þeirri tillögu var lagt til að stiginn yrði byggður á vel völdum stað, með sem minnstri röskun á gróðri. Miklar umræður hafa skapast um stigann og útlit hans meðal Breiðhyltinga í íbúahópi á Facebook. Margir eru gríðarlega ósáttir. „Ömurlegt skrímsli sem eyðileggur náttúruna,“ skrifar einn íbúa og margir taka undir. Þá benda nokkrir á að upphitaður göngustígur sé skammt frá. Einn hvetur þó nágranna sína til þess að hætta að tuða og kveðst spenntur yfir því að nota stigann, við miklar undirtektir. Dásamaði útsýnið áður fyrr Steinunn tekur í sama streng og íbúinn sem hafði samband við fréttastofu. Hún spyr hvort menn séu galnir. „Þetta er dálítið eins og að skjóta mýflugu með fallbyssu og nettari viðgerðir þessa smástígs hefðu átt margfalt betur við.“ Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi horft á skóginn af svölunum hjá sér og hingað til dásamað útsýnið. „Þessa vinalegu stíga, skóginn og þessa náttúru inni í miðri borg.“ Íbúar segja stigann stinga í stúf við umhverfi sitt í skóginum. Vísir/Vilhelm Steinunn segist taka undir með vini sínum sem hafi sagt stigann minna sig á stiga úr amerísku fangelsi. Hún skilji að stiginn hafi verið byggður á þennan hátt til þess að forða því að snjór safnist saman á honum. „En af því að ég er nú gamall landvörður og náttúruverndarsinni að þá finnst mér að það eigi að fara eftir landslaginu. Þú setur ekki hvað sem er ofan í hvað sem er.“ Hún segir skóginn vera orðinn gamlan og gróinn. „Mér finnst að menn þurfi að kunna sér hóf. Þetta er óttalega vulgar grindarstigi. Við erum nú alltaf að reyna að gera umhverfi okkar manneskjulegt og vinsamlegt. Þetta er svolítið grimmt inn í þetta yfirbragð.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
„Þetta er hræðileg sjónmengun fyrir mig,“ segir Steinunn Ásmundsdóttir, íbúi í Bökkunum í samtali við Vísi. Stiginn er nú nýr hluti af útsýni hennar af svölunum heima fyrir og segist hún hafa verið gáttuð á að sjá allt í einu þetta „vúlgar galvaníseraða járnbákn“ líkt og hún kallar stigann. Ljóst er að stiginn er mikið hitamál en einn íbúa var svo ósáttur að hann sá sig knúinn til þess að hafa samband við fréttastofu vegna málsins. Kveður hann stigann ekki hafa verið kynntan í grenndarkynningu, hann hafi birst fyrirvaralaust íbúum til mikils ama og segir um að ræða mikið lýti á skóginum. Vísir hefur ekki fengið upplýsingar frá Reykjavíkurborg um framkvæmdirnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er um að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúðarkosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. Í þeirri tillögu var lagt til að stiginn yrði byggður á vel völdum stað, með sem minnstri röskun á gróðri. Miklar umræður hafa skapast um stigann og útlit hans meðal Breiðhyltinga í íbúahópi á Facebook. Margir eru gríðarlega ósáttir. „Ömurlegt skrímsli sem eyðileggur náttúruna,“ skrifar einn íbúa og margir taka undir. Þá benda nokkrir á að upphitaður göngustígur sé skammt frá. Einn hvetur þó nágranna sína til þess að hætta að tuða og kveðst spenntur yfir því að nota stigann, við miklar undirtektir. Dásamaði útsýnið áður fyrr Steinunn tekur í sama streng og íbúinn sem hafði samband við fréttastofu. Hún spyr hvort menn séu galnir. „Þetta er dálítið eins og að skjóta mýflugu með fallbyssu og nettari viðgerðir þessa smástígs hefðu átt margfalt betur við.“ Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi horft á skóginn af svölunum hjá sér og hingað til dásamað útsýnið. „Þessa vinalegu stíga, skóginn og þessa náttúru inni í miðri borg.“ Íbúar segja stigann stinga í stúf við umhverfi sitt í skóginum. Vísir/Vilhelm Steinunn segist taka undir með vini sínum sem hafi sagt stigann minna sig á stiga úr amerísku fangelsi. Hún skilji að stiginn hafi verið byggður á þennan hátt til þess að forða því að snjór safnist saman á honum. „En af því að ég er nú gamall landvörður og náttúruverndarsinni að þá finnst mér að það eigi að fara eftir landslaginu. Þú setur ekki hvað sem er ofan í hvað sem er.“ Hún segir skóginn vera orðinn gamlan og gróinn. „Mér finnst að menn þurfi að kunna sér hóf. Þetta er óttalega vulgar grindarstigi. Við erum nú alltaf að reyna að gera umhverfi okkar manneskjulegt og vinsamlegt. Þetta er svolítið grimmt inn í þetta yfirbragð.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels