Innlent

Alvarlegt slys á Arnarstapa

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá Arnarstapa á Snæfellsnesi. Myndin er úr safni.
Frá Arnarstapa á Snæfellsnesi. Myndin er úr safni. Vísir/Hallgerður

Björgunarsveitarfólk frá Hellissandi tók þátt í miklum aðgerðum á Arnarstapa vegna alvarlegs slyss sem varð þar í gær. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um slysið.

Upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfesti að björgunarsveitin Lífsbjörg á Hellissandi hefði sinnt útkallinu í gær. Hann vísaði á lögregluna um frekari upplýsingar. Lögreglan á Vesturlandi gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×