Innlent

Net­á­rás gerð á Dal­víkur­byggð

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá Dalvík.
Frá Dalvík. Getty

Netárás var gerð á tölvukerfi Dalvíkurbyggðar í fyrrinótt. Ekki er talið að árásaraðilinn hafi komist yfir gögn í kerfum sveitarfélagsins. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dalvíkurbyggð. Þar segir að árásin hafi uppgötvast í gærmorgun en hefur hún verið tilkynnt til netöryggissveitar CERT-IS og tók annað netöryggisfyrirtæki að sér neyðaratvikastjórnun. 

Kerfi sveitarfélagsins hafa verið tryggð gegn frekari árásum og endurreisn stendur yfir, samhliða rannsókn á uppruna árásarinnar. Verið er að herða varni, auka auðkenningarkröfur, takmarka aðgengi að tilteknum þjónustum og biðja notendur um að breyta lykilorðum. 

„Dalvíkurbyggð leggur áherslu á að ekkert bendir til að árásaraðilinn hafi komist yfir gögn í kerfum. Séu taldar vísbendingar um slíkt verða hagsmunaaðilar og Persónuvernd upplýst,“ segir í tilkynningunni. 

Nýlega var greint frá því að reiknað væri með tölvuárásum í kringum leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík sem hefst á morgun. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×