Voru sextán klukkustundir að ná konunni af jöklinum Árni Sæberg og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 14. maí 2023 13:57 Aðstæður við Grímsfjall í Vatnajökli voru erfiðar í gærkvöldi og í nótt. Landsbjörg Um klukkan þrjú í gær óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum hafði fengið sleða sem hún dró á eftir sér í höfuðið. Björgunarsveitir héldu af stað úr tveimur áttum, en þegar komið var á staðinn þar sem talið var að fólkið væri, bólaði ekkert á hópnum. Björgunarsveitir víða af landinu voru kallaðar til enda var óttast að leitin gæti teygt sig inn í nóttina og jafnvel lengur. Leitarskilyrði voru með versta móti og skyggni nánast ekkert. Hópurinn fannst um miðnætti og þá tók við heilmikil aðgerð. „Þá var slasaða konan sett í snjóbíl, búið um hana til flutnings þar, hún var flutt af jöklinum með honum, svo yfir í björgunarsveitarbíl, sem flutti hana niður af fjalli, þar sem sjúkrabíll beið og flutti hana á Hornarfjarðarflugvöll, þar beið þyrlan [Landhelgisgæslunnar], sem flutti hana til Reykjavíkur,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbargar. 150 manns komu að leitinni Konan komst undir læknishendur á Landspítala um klukkan 7 í morgun, sextán klukkustundum eftir að útkall barst. Jón Þór segir að aðstæður hafi verið afar krefjandi. Í myndskeiðinu hér að neðan, þar sem búið er að klippa saman myndskeið frá liðsmönnum björgunarsveitanna, má sjá svipmyndir frá aðgerðum næturinnar. „Veðrið fór versnandi og það var líka ástæðan fyrir því að það var aukið við viðbúnað þegar kom í ljós að hópurinn var ekki á þeim stað sem talið var og útlit fyrir að það þyrfti mögulega að fara í viðamikla leit. Þá var bætt í og þegar mest var voru 150 manns sem voru að koma að þessari aðgerð,“ segir Jón Þór. Í gærkvöldi sagði hann að konan væri með meðvitund og í stöðugu ástandi. Frekari upplýsingar um líðan hennar liggja ekki fyrir. Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Skíðagöngufólkið er fundið Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. 13. maí 2023 23:24 Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Björgunarsveitir víða af landinu voru kallaðar til enda var óttast að leitin gæti teygt sig inn í nóttina og jafnvel lengur. Leitarskilyrði voru með versta móti og skyggni nánast ekkert. Hópurinn fannst um miðnætti og þá tók við heilmikil aðgerð. „Þá var slasaða konan sett í snjóbíl, búið um hana til flutnings þar, hún var flutt af jöklinum með honum, svo yfir í björgunarsveitarbíl, sem flutti hana niður af fjalli, þar sem sjúkrabíll beið og flutti hana á Hornarfjarðarflugvöll, þar beið þyrlan [Landhelgisgæslunnar], sem flutti hana til Reykjavíkur,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbargar. 150 manns komu að leitinni Konan komst undir læknishendur á Landspítala um klukkan 7 í morgun, sextán klukkustundum eftir að útkall barst. Jón Þór segir að aðstæður hafi verið afar krefjandi. Í myndskeiðinu hér að neðan, þar sem búið er að klippa saman myndskeið frá liðsmönnum björgunarsveitanna, má sjá svipmyndir frá aðgerðum næturinnar. „Veðrið fór versnandi og það var líka ástæðan fyrir því að það var aukið við viðbúnað þegar kom í ljós að hópurinn var ekki á þeim stað sem talið var og útlit fyrir að það þyrfti mögulega að fara í viðamikla leit. Þá var bætt í og þegar mest var voru 150 manns sem voru að koma að þessari aðgerð,“ segir Jón Þór. Í gærkvöldi sagði hann að konan væri með meðvitund og í stöðugu ástandi. Frekari upplýsingar um líðan hennar liggja ekki fyrir.
Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Skíðagöngufólkið er fundið Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. 13. maí 2023 23:24 Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Skíðagöngufólkið er fundið Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. 13. maí 2023 23:24
Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37