Innlent

Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu

Árni Sæberg skrifar
Björgunarsveitir eru á leið að slysstað. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Björgunarsveitir eru á leið að slysstað. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs.

Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. 

Hann segir að einnig hafi verið óskað eftir aðstoð björgunarsveita og að liðsmenn Björgunarfélags Hornafjarðar á Höfn séu á leið á vettvang.

Konan er hluti af hópi skíðafólks og félagar hennar hafa komið henni fyrir í tjaldi, að sögn Ásgeirs. Hann kveðst ekki búa yfir upplýsingum um líðan hennar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×