Sneri við blaðinu og fékk þriggja ára dóm skilorðsbundinn Árni Sæberg skrifar 12. maí 2023 15:27 Árni var gripinn við komuna til landsins. Vísir/Vilhelm Árni Khanh Minh Dao var í dag sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, með því að hafa flutt inn rétt tæplega tvö kíló af sterku metamfetamíni, sem er í daglegu tali kallað spítt, í ferðatösku sem hann tók með sér í áætlunarflug árið 2019. Athygli vekur að fullnustu refsingar hans var frestað til fimm ára. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að Árni hafi sjálfur verið eigandi efnisins og hafi ætlað það til söludreifingar í ágóðaskyni. Fyrir dómi játaði Árni afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins á öllu efninu. Málið var þess vegna dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Hefur snúið við blaðinu Í dóminum segir að Árni hafi einu sinni áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Árið 2021 hafi hann verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og brot gegn barnaverndarlögum og dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hann hafi staðist það skilorð og því yrði ekki hróflað við því. Til refsihækkunar Árna horfi til þess að um sé að ræða umtalsvert magn af mjög sterku, kristölluðu metamfetamíni með afar mikla hættueiginleika auk áðurnefndrar eignar hans á efninu og áætlunum um söludreifingu. Á hinn bóginn horfi til refsilækkunar að Árni hafi játað brot sitt skýlaust og ekki verið óliðlegur við rannsókn lögreglu. Þá hafi brotið verið framið árið 2019, um fjórum árum fyrir þingfestingu málsins. Honum verði ekki kennt um drátt á rannsókn málsins. Loks segir í dóminum að Árni hafi verið í fastri vinnu í tvö ár og samkvæmt vottorði vinnuveitanda hans hafi hann staðið sig með miklum sóma og þyki áreiðanlegur, heiðarlegur og duglegur einstaklingur sem eigi sér bjarta framtíð hjá fyrirtækinu. Þá sé hann fráskilinn tveggja barna faðir og hafi umsjá með börnunum aðra hvora viku. Sérstakar aðstæður réttlæta frestun refsingar Með vísan til framangreinds mat dómurinn refsingu Árna hæfilega ákveðna þriggja ára fangelsisvist. „Að öllu jöfnu kæmi ekki til álita að skilorðsbinda þá refsingu. Þegar hins vegar er litið til þess mikla dráttar sem orðið hefur á rannsókn máls og útgáfu ákæru, sem ákærða verður ekki kennt um, sem og þess að ákærði virðist hafa snúið við blaðinu; er kominn í fasta vinnu og ber ábyrgð á uppeldi tveggja barna, þykir eins og hér stendur sérstaklega á og með vísan til nefndra mannréttindaákvæða mega ákveða að fresta fullnustu dæmdrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum fimm árum frá dómsuppsögu,“ segir í dóminum. Þá var Árni dæmdur til að greiða 900 þúsund krónur í sakarkostnað, þar af 392 þúsund króna þóknun skipaðs verjanda síns. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að Árni hafi sjálfur verið eigandi efnisins og hafi ætlað það til söludreifingar í ágóðaskyni. Fyrir dómi játaði Árni afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins á öllu efninu. Málið var þess vegna dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Hefur snúið við blaðinu Í dóminum segir að Árni hafi einu sinni áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Árið 2021 hafi hann verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og brot gegn barnaverndarlögum og dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hann hafi staðist það skilorð og því yrði ekki hróflað við því. Til refsihækkunar Árna horfi til þess að um sé að ræða umtalsvert magn af mjög sterku, kristölluðu metamfetamíni með afar mikla hættueiginleika auk áðurnefndrar eignar hans á efninu og áætlunum um söludreifingu. Á hinn bóginn horfi til refsilækkunar að Árni hafi játað brot sitt skýlaust og ekki verið óliðlegur við rannsókn lögreglu. Þá hafi brotið verið framið árið 2019, um fjórum árum fyrir þingfestingu málsins. Honum verði ekki kennt um drátt á rannsókn málsins. Loks segir í dóminum að Árni hafi verið í fastri vinnu í tvö ár og samkvæmt vottorði vinnuveitanda hans hafi hann staðið sig með miklum sóma og þyki áreiðanlegur, heiðarlegur og duglegur einstaklingur sem eigi sér bjarta framtíð hjá fyrirtækinu. Þá sé hann fráskilinn tveggja barna faðir og hafi umsjá með börnunum aðra hvora viku. Sérstakar aðstæður réttlæta frestun refsingar Með vísan til framangreinds mat dómurinn refsingu Árna hæfilega ákveðna þriggja ára fangelsisvist. „Að öllu jöfnu kæmi ekki til álita að skilorðsbinda þá refsingu. Þegar hins vegar er litið til þess mikla dráttar sem orðið hefur á rannsókn máls og útgáfu ákæru, sem ákærða verður ekki kennt um, sem og þess að ákærði virðist hafa snúið við blaðinu; er kominn í fasta vinnu og ber ábyrgð á uppeldi tveggja barna, þykir eins og hér stendur sérstaklega á og með vísan til nefndra mannréttindaákvæða mega ákveða að fresta fullnustu dæmdrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum fimm árum frá dómsuppsögu,“ segir í dóminum. Þá var Árni dæmdur til að greiða 900 þúsund krónur í sakarkostnað, þar af 392 þúsund króna þóknun skipaðs verjanda síns.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Sjá meira