Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Máni Snær Þorláksson skrifar 11. maí 2023 16:30 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur sagt að tillaga um úrsögn félagsins úr SGS tengist ekki því að félagið fylgdi sambandinu ekki að málum við gerð síðustu kjarasamninga. Stöð 2/Ívar Fannar Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. Efling mun því segja sig úr SGS og öðlast beina aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) samkvæmt tilkynningu sem birt er á vef Eflingar í dag. Þar kemur fram að rétt rúm fimm prósent þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði um úrsögnina. Á kjörskrá voru 20.905 og af þeim greiddu 1.051 atkvæði. 733 greiddu atkvæði með eða 69,74 prósent, 292 greiddu gegn úrsögn eða um 27,78 prósent. Tuttugu og sex kusu svo að taka ekki afstöðu, eða um 2,47 prósent. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að um rétta ákvörðun sé að ræða. „Ég er auðvitað bara mjög ánægð og fagna því að félagsfólk sé sammála afstöðu forystu félagsins um að hagsmunum Eflingar sé betur borgið utan SGS,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Ég reikna með því að strax á morgun verði sent erindi frá Eflingu, fyrst til SGS til að tilkynna um úrsögn og svo til ASÍ til þess að fá þá staðfestingu á því að okkar beina aðild sé til staðar. Greiði háar fjárhæðir þrátt fyrir að sækja ekki þjónustu Á félagsfundi Eflingar sem fram fór þann 24. apríl síðastliðinn var það einróma niðurstaða að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn félagsins úr SGS. Sólveig Anna sagði þá í samtali við fréttastofu að um væri að ræða rétt og eðlilegt skref til að taka á þessum tímapunkti. Hún sagði ástæðuna fyrir úrsögninni vera einfalda, félagið greiði gríðarlega háar fjárhæðir í formi skatts til SGS. Að sögn Sólveigar greiddi félagið til að mynda ríflega 53 milljónir króna til SGS í fyrra. „En við sækjum enga þjónustu til SGS,“ segir hún. „Það er afstaða forystu félagsins að þessir fjármunir nýtist einfaldlega betur í þjónustu við félagsfólk. Jafnframt teljum við að rétt og eðlilegt að Efling sé með sjálfstæða aðild að Alþýðusambandinu en ekki með aðild í gegnum SGS eins og verið hefur.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Munu boða til atkvæðagreiðslu um úrsögn úr SGS Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS. 24. apríl 2023 20:40 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Efling mun því segja sig úr SGS og öðlast beina aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) samkvæmt tilkynningu sem birt er á vef Eflingar í dag. Þar kemur fram að rétt rúm fimm prósent þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði um úrsögnina. Á kjörskrá voru 20.905 og af þeim greiddu 1.051 atkvæði. 733 greiddu atkvæði með eða 69,74 prósent, 292 greiddu gegn úrsögn eða um 27,78 prósent. Tuttugu og sex kusu svo að taka ekki afstöðu, eða um 2,47 prósent. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að um rétta ákvörðun sé að ræða. „Ég er auðvitað bara mjög ánægð og fagna því að félagsfólk sé sammála afstöðu forystu félagsins um að hagsmunum Eflingar sé betur borgið utan SGS,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Ég reikna með því að strax á morgun verði sent erindi frá Eflingu, fyrst til SGS til að tilkynna um úrsögn og svo til ASÍ til þess að fá þá staðfestingu á því að okkar beina aðild sé til staðar. Greiði háar fjárhæðir þrátt fyrir að sækja ekki þjónustu Á félagsfundi Eflingar sem fram fór þann 24. apríl síðastliðinn var það einróma niðurstaða að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn félagsins úr SGS. Sólveig Anna sagði þá í samtali við fréttastofu að um væri að ræða rétt og eðlilegt skref til að taka á þessum tímapunkti. Hún sagði ástæðuna fyrir úrsögninni vera einfalda, félagið greiði gríðarlega háar fjárhæðir í formi skatts til SGS. Að sögn Sólveigar greiddi félagið til að mynda ríflega 53 milljónir króna til SGS í fyrra. „En við sækjum enga þjónustu til SGS,“ segir hún. „Það er afstaða forystu félagsins að þessir fjármunir nýtist einfaldlega betur í þjónustu við félagsfólk. Jafnframt teljum við að rétt og eðlilegt að Efling sé með sjálfstæða aðild að Alþýðusambandinu en ekki með aðild í gegnum SGS eins og verið hefur.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Munu boða til atkvæðagreiðslu um úrsögn úr SGS Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS. 24. apríl 2023 20:40 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Munu boða til atkvæðagreiðslu um úrsögn úr SGS Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS. 24. apríl 2023 20:40