Segist ekki hafa verið Meghan Markle í dulargervi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. maí 2023 23:49 Sir Karl Jenkins tekur þátt í furðulegu gríni netverja sem velta fyrir sér hvort hann hafi í raun verið hertogaynjan Meghan Markle í dulargervi í krýningu Karls síðastliðna helgi. Samsett/Getty Velska tónskáldið Sir Karl Jenkins neitar því að hann hafi verið Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex í dulargervi við krýningu Karls Bretakonungs síðastliðna helgi, í bráðfyndnu myndbandi þar sem hann útskýrir klæðnað sinn. Horfa má á myndbandið hér fyrir neðan. Sky fréttastöðin greinir frá því að netverjar hafi velt vöngum yfir því hvort að hinn 79 ára gamli tónlistarmaður, sem sat við hlið tónskáldsins Andrew Lloyd Webber í Westminster Abbey kirkjunni síðastliðinn laugardag, hafi í raun verið hertogaynjan af Sussex í dulargervi. Eins og frægt er orðið mætti hertogaynjan ekki í krýninguna svo athygli vakti. Einungis eiginmaður hennar Harry Bretaprins mætti og tók hann engan sérstakan þátt í hátíðarhöldunum. Var hann sömuleiðis fljótur að fljúga aftur til Meghan og barnanna í Los Angeles að krýningu lokinni. Sir Karl lætur orðrómana ekki á sig fá og gerir góðlátlegt grín að málinu öllu saman. Í myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTo útskýrir hann að þetta hafi svo sannarlega verið hann, á léttum nótum. „Ég var nokkuð hissa að heyra að nokkrir hafi haldið að ég væri Meghan Markle í dulargervi. Einhver skrifaði að ég hefði verið þarna til þess að stela krúnudjásnunum. Ég lít alltaf svona út.“ Þá tók félagi hans Andrew Lloyd Webber þátt í gríninu og staðfesti á Twitter að þetta hafi svo sannarlega verið vinur sinn en ekki hertogaynjan. „Ég get staðfest að þetta var að öllum líkindum ekki MM og að hann var ekki með krúnudjásn á sér, svo ég gat séð.“ @karljenkinsofficial Sir Karl Jenkins sets the record straight on his attendance at the coronation. #fyp #coronation #disguise #karljenkins Jenkins: Adiemus - Karl Jenkins Kóngafólk Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Sky fréttastöðin greinir frá því að netverjar hafi velt vöngum yfir því hvort að hinn 79 ára gamli tónlistarmaður, sem sat við hlið tónskáldsins Andrew Lloyd Webber í Westminster Abbey kirkjunni síðastliðinn laugardag, hafi í raun verið hertogaynjan af Sussex í dulargervi. Eins og frægt er orðið mætti hertogaynjan ekki í krýninguna svo athygli vakti. Einungis eiginmaður hennar Harry Bretaprins mætti og tók hann engan sérstakan þátt í hátíðarhöldunum. Var hann sömuleiðis fljótur að fljúga aftur til Meghan og barnanna í Los Angeles að krýningu lokinni. Sir Karl lætur orðrómana ekki á sig fá og gerir góðlátlegt grín að málinu öllu saman. Í myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTo útskýrir hann að þetta hafi svo sannarlega verið hann, á léttum nótum. „Ég var nokkuð hissa að heyra að nokkrir hafi haldið að ég væri Meghan Markle í dulargervi. Einhver skrifaði að ég hefði verið þarna til þess að stela krúnudjásnunum. Ég lít alltaf svona út.“ Þá tók félagi hans Andrew Lloyd Webber þátt í gríninu og staðfesti á Twitter að þetta hafi svo sannarlega verið vinur sinn en ekki hertogaynjan. „Ég get staðfest að þetta var að öllum líkindum ekki MM og að hann var ekki með krúnudjásn á sér, svo ég gat séð.“ @karljenkinsofficial Sir Karl Jenkins sets the record straight on his attendance at the coronation. #fyp #coronation #disguise #karljenkins Jenkins: Adiemus - Karl Jenkins
Kóngafólk Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira