Erlendir fjölmiðlar segja Bumbry hafa látist í austurrísku höfuðborginni Vín á sunnudag.
Bumbry sló í gegn á alþjóðavettvangi þegar hún fór með hlutverk Amneris í uppsetningu Parísaróperunnar á Aidu eftir Verdi árið 1960. Hún var þá fyrsti svarti óperusöngvarinn sem steig á svið í uppsetningu hjá Parísaróperunni og ruddi þar með brautina fyrir aðra svarta óperusöngvara.
Bumbry gat bæði sungið sem sópran og messósópran.
Undur lok starfsferilsins fór hún með hlutverk greifynjunnar í uppsetningu Vínaróperunnar á Spaðadrottningunni eftir Tsjaíkovskí.
Metropolitan-óperan í New York minnist Bumbry á samfélagsmiðlum þar sem fram kemur að hún hafi sungið 2016 á fjölum óperunnar á tveggja áratuga tímabili.