Innlent

Komu lekum strand­veiði­bát til bjargar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Strandveiðibáturinn í togi hjá Björg á þriðja tímanum í dag.
Strandveiðibáturinn í togi hjá Björg á þriðja tímanum í dag. Landsbjörg

Áhöfn björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Bjargar á Rifi, kom í dag strandveiðibát til bjargar sem leki hafði komið að. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Segir þar að útkallið hafi komið tíu mínútur í tvö í dag. Var strandveiðibáturinn staddur rétt vestur af Snæfellsnesi, utan við Öndverðarnesvita.

Nærstaddir bátar komu skipverjunum til aðstoðar og var hægt að dæla sjó úr bátnum og komast að mestu í veg fyrir lekann. Var þá aðstoð þyrlu afturkölluð að sögn landsbjargar.

Björgunarskipið kom svo að bátnum skömmu síðar og rétt fyrir klukkan þrjú var hann kominn í tog. Lagði Björg þá af stað áleiðis til hafnar á Rifi.

Í tilkynningu Landsbjargar segir að ekki sé ljóst hvers vegna leki kom að bátnum. Skipverja um borð sakaði ekki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×