Innlent

Féll tvo metra ofan holu við Klepps­mýrar­veg

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið átti sér stað um klukkan 19:30 í gærkvöldi. 
Slysið átti sér stað um klukkan 19:30 í gærkvöldi.  Vísir/Vilhelm

Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi fallið um tvo metra ofan í grunn við við Kleppsmýrarveg, Dugguvog og Arkarvog í Reykjavík í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði kom útkallið um klukkan 19:30 í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá lögreglu, sem send var á fjöldmiðla í morgun, segir að maðurinn hafi verið með minniháttar áverka eftir fallið og verið fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.

Í hverfisgrúppu Langholtshverfis á Facebook kemur fram að grunnurinn hafi verið óvarinn við Arkarvog, þar sem viðkomandi hafi fallið niður.

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×