„Staðan er að versna og hún mun versna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2023 11:08 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur ásamt fleirum boðað til mótmæla næstkomandi laugardag. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn í næstu viku. Segir hann að hópur fólks sem hafi barist fyrir réttlæti alveg frá hruni standi fyrir þeim en hann er hluti af þeim hópi. Ragnar segir að mótmælin séu einungis upphafið og því megi eiga von á enn fleiri mótmælum á næstunni. Hann segir aðgerðarleysi stjórnvalda í ýmsum málum vera fyrir neðan allar hellur. „Það er alveg sama hvar hún drepur niður. Ef þú slasar þig og þarft að fara á bráðamóttökuna, þarftu að bíða í sex til átta tíma að lágmarki. Þú þarft að bíða vikum eða mánuðum saman eftir tíma hjá lækni. Leigumarkaðurinn, það eru tvö til þrjú hundruð manns sem eru í örvæntingu eftir hverri einustu íbúð sem losnar og það er ekkert sem bendir til annars en að staðan sé að versna. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru að dragast saman, bankarnir græða meira, fyrirtækin græða meira, en fólkinu blæðir. Þetta er staða sem ég og fleiri erum búin að fá algjörlega nóg af,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir stöðuna ekki geta gert neitt annað en að versna miðað við hvernig hlutirnir eru að þróast. Fólkið í landinu verði að rísa upp og láta í sér heyra til að breyta þessari vegferð. „Hér er að eiga sér stað stórkostleg eignatilfærsla, tilfærsla fjármagns frá heimilunum til fjármálakerfisins. Fyrirtækin hafa ekki sýnt neina samfélagsábyrgð. Staðan er bara að versna og hún mun versna.“ Ragnar segir ástandið svipað því hvernig var í kringum hrunið árið 2008. „Við erum í sjálfu sér að horfa upp á það, sérstaklega eftir nýjustu afkomutölur bankanna, að hér erum við að fara á sama stað og við vorum í eftirmálum hrunsins. Það er tími til kominn að fólkið láti heyra í sér. Því stjórnvöld hlusta hvorki á verkalýðshreyfinguna né aðra þannig vonandi hlusta þau á fólkið í landinu, ef fólkið er tilbúið að rísa upp,“ segir Ragnar Þór. Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn í næstu viku. Segir hann að hópur fólks sem hafi barist fyrir réttlæti alveg frá hruni standi fyrir þeim en hann er hluti af þeim hópi. Ragnar segir að mótmælin séu einungis upphafið og því megi eiga von á enn fleiri mótmælum á næstunni. Hann segir aðgerðarleysi stjórnvalda í ýmsum málum vera fyrir neðan allar hellur. „Það er alveg sama hvar hún drepur niður. Ef þú slasar þig og þarft að fara á bráðamóttökuna, þarftu að bíða í sex til átta tíma að lágmarki. Þú þarft að bíða vikum eða mánuðum saman eftir tíma hjá lækni. Leigumarkaðurinn, það eru tvö til þrjú hundruð manns sem eru í örvæntingu eftir hverri einustu íbúð sem losnar og það er ekkert sem bendir til annars en að staðan sé að versna. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru að dragast saman, bankarnir græða meira, fyrirtækin græða meira, en fólkinu blæðir. Þetta er staða sem ég og fleiri erum búin að fá algjörlega nóg af,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir stöðuna ekki geta gert neitt annað en að versna miðað við hvernig hlutirnir eru að þróast. Fólkið í landinu verði að rísa upp og láta í sér heyra til að breyta þessari vegferð. „Hér er að eiga sér stað stórkostleg eignatilfærsla, tilfærsla fjármagns frá heimilunum til fjármálakerfisins. Fyrirtækin hafa ekki sýnt neina samfélagsábyrgð. Staðan er bara að versna og hún mun versna.“ Ragnar segir ástandið svipað því hvernig var í kringum hrunið árið 2008. „Við erum í sjálfu sér að horfa upp á það, sérstaklega eftir nýjustu afkomutölur bankanna, að hér erum við að fara á sama stað og við vorum í eftirmálum hrunsins. Það er tími til kominn að fólkið láti heyra í sér. Því stjórnvöld hlusta hvorki á verkalýðshreyfinguna né aðra þannig vonandi hlusta þau á fólkið í landinu, ef fólkið er tilbúið að rísa upp,“ segir Ragnar Þór.
Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira