Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. maí 2023 23:57 Blóðsýni voru tekin úr súlum til að mæla mótefni við fuglaflensu. Vilhelm Gunnarsson Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. Fjölmargir vísindamenn frá ýmsum háskólum og rannsóknarstofnunum komu að rannsókninni sem birt var í tímaritinu bioRxiv um mánaðamótin. Meðal annars vísindamenn frá Háskóla Íslands og Tilraunastöðinni að Keldum. Súlur finnast á gervöllu norðanverðu Atlantshafi en rannsókninni var aðallega beint að súlubyggðinni á Bass Rock í Skotlandi, stærstu súlubyggð heims. Í umfjöllun breska blaðsins The Guardian kemur fram að vísindamenn hafi fyrst tekið eftir breyttum augnlit í súlum á Bass Rock í júní á síðasta ári. Hinn einkennandi blái augnlitur sjófuglsins hafði vikið fyrir svörtum. Frekari rannsókna þörf Var farið í að kanna þetta undarlega mál. Tekin voru blóðsýni úr átján fuglum með með blá og svört augu og kom þá í ljós að fuglarnir með svörtu augun voru með mótefni fyrir fuglaflensu, það er H5N1 vírusnum. Vísindamenn tóku fyrst eftir breytingunum í júní á síðasta ári.Jude Lane Samkvæmt Jude Lane, hjá Náttúruverndarvísindastofnun Bretlands sem leiddi rannsóknina, eru næstu skref að reyna að skilja hvort að breytingin hafi einhver áhrif á sjón fuglanna. Einnig hvort að sams konar breyting finnist hjá öðrum fuglategundum og síðast en ekki síst hvað sé að valda breytingunni. Hríðféllu í Eldey Súlur hríðféllu í Eldey í apríl á síðasta ári vegna fuglaflensu. Hefur tegundin lent mjög illa í sjúkdómnum líkt og margar aðrar tegundir í Norður Atlantshafi, svo sem grágæsir og kjóar. Talið er að fuglaflensan hafi borist frá Evrópu til Íslands og héðan til Norður Ameríku. Á Bass Rock hafa lífslíkur súlna hrapað um 42 prósent vegna flensunnar. Alls hefur dánartíðnin hækkað í 75 prósent af öllum 53 súlnabyggðum við Norður Atlantshaf. Bretland Skotland Fuglar Vísindi Tengdar fréttir Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15. nóvember 2007 16:47 Segja fuglaflensuna hafa borist til Bandaríkjanna um Ísland og Grænland Talið er víst að fuglaflensan hafi borist frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland. Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases en höfundar hennar eru vísindamenn á Íslandi og í Þýskalandi. 15. nóvember 2022 06:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Fjölmargir vísindamenn frá ýmsum háskólum og rannsóknarstofnunum komu að rannsókninni sem birt var í tímaritinu bioRxiv um mánaðamótin. Meðal annars vísindamenn frá Háskóla Íslands og Tilraunastöðinni að Keldum. Súlur finnast á gervöllu norðanverðu Atlantshafi en rannsókninni var aðallega beint að súlubyggðinni á Bass Rock í Skotlandi, stærstu súlubyggð heims. Í umfjöllun breska blaðsins The Guardian kemur fram að vísindamenn hafi fyrst tekið eftir breyttum augnlit í súlum á Bass Rock í júní á síðasta ári. Hinn einkennandi blái augnlitur sjófuglsins hafði vikið fyrir svörtum. Frekari rannsókna þörf Var farið í að kanna þetta undarlega mál. Tekin voru blóðsýni úr átján fuglum með með blá og svört augu og kom þá í ljós að fuglarnir með svörtu augun voru með mótefni fyrir fuglaflensu, það er H5N1 vírusnum. Vísindamenn tóku fyrst eftir breytingunum í júní á síðasta ári.Jude Lane Samkvæmt Jude Lane, hjá Náttúruverndarvísindastofnun Bretlands sem leiddi rannsóknina, eru næstu skref að reyna að skilja hvort að breytingin hafi einhver áhrif á sjón fuglanna. Einnig hvort að sams konar breyting finnist hjá öðrum fuglategundum og síðast en ekki síst hvað sé að valda breytingunni. Hríðféllu í Eldey Súlur hríðféllu í Eldey í apríl á síðasta ári vegna fuglaflensu. Hefur tegundin lent mjög illa í sjúkdómnum líkt og margar aðrar tegundir í Norður Atlantshafi, svo sem grágæsir og kjóar. Talið er að fuglaflensan hafi borist frá Evrópu til Íslands og héðan til Norður Ameríku. Á Bass Rock hafa lífslíkur súlna hrapað um 42 prósent vegna flensunnar. Alls hefur dánartíðnin hækkað í 75 prósent af öllum 53 súlnabyggðum við Norður Atlantshaf.
Bretland Skotland Fuglar Vísindi Tengdar fréttir Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15. nóvember 2007 16:47 Segja fuglaflensuna hafa borist til Bandaríkjanna um Ísland og Grænland Talið er víst að fuglaflensan hafi borist frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland. Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases en höfundar hennar eru vísindamenn á Íslandi og í Þýskalandi. 15. nóvember 2022 06:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32
Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15. nóvember 2007 16:47
Segja fuglaflensuna hafa borist til Bandaríkjanna um Ísland og Grænland Talið er víst að fuglaflensan hafi borist frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland. Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases en höfundar hennar eru vísindamenn á Íslandi og í Þýskalandi. 15. nóvember 2022 06:57