Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. maí 2023 23:57 Blóðsýni voru tekin úr súlum til að mæla mótefni við fuglaflensu. Vilhelm Gunnarsson Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. Fjölmargir vísindamenn frá ýmsum háskólum og rannsóknarstofnunum komu að rannsókninni sem birt var í tímaritinu bioRxiv um mánaðamótin. Meðal annars vísindamenn frá Háskóla Íslands og Tilraunastöðinni að Keldum. Súlur finnast á gervöllu norðanverðu Atlantshafi en rannsókninni var aðallega beint að súlubyggðinni á Bass Rock í Skotlandi, stærstu súlubyggð heims. Í umfjöllun breska blaðsins The Guardian kemur fram að vísindamenn hafi fyrst tekið eftir breyttum augnlit í súlum á Bass Rock í júní á síðasta ári. Hinn einkennandi blái augnlitur sjófuglsins hafði vikið fyrir svörtum. Frekari rannsókna þörf Var farið í að kanna þetta undarlega mál. Tekin voru blóðsýni úr átján fuglum með með blá og svört augu og kom þá í ljós að fuglarnir með svörtu augun voru með mótefni fyrir fuglaflensu, það er H5N1 vírusnum. Vísindamenn tóku fyrst eftir breytingunum í júní á síðasta ári.Jude Lane Samkvæmt Jude Lane, hjá Náttúruverndarvísindastofnun Bretlands sem leiddi rannsóknina, eru næstu skref að reyna að skilja hvort að breytingin hafi einhver áhrif á sjón fuglanna. Einnig hvort að sams konar breyting finnist hjá öðrum fuglategundum og síðast en ekki síst hvað sé að valda breytingunni. Hríðféllu í Eldey Súlur hríðféllu í Eldey í apríl á síðasta ári vegna fuglaflensu. Hefur tegundin lent mjög illa í sjúkdómnum líkt og margar aðrar tegundir í Norður Atlantshafi, svo sem grágæsir og kjóar. Talið er að fuglaflensan hafi borist frá Evrópu til Íslands og héðan til Norður Ameríku. Á Bass Rock hafa lífslíkur súlna hrapað um 42 prósent vegna flensunnar. Alls hefur dánartíðnin hækkað í 75 prósent af öllum 53 súlnabyggðum við Norður Atlantshaf. Bretland Skotland Fuglar Vísindi Tengdar fréttir Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15. nóvember 2007 16:47 Segja fuglaflensuna hafa borist til Bandaríkjanna um Ísland og Grænland Talið er víst að fuglaflensan hafi borist frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland. Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases en höfundar hennar eru vísindamenn á Íslandi og í Þýskalandi. 15. nóvember 2022 06:57 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Fjölmargir vísindamenn frá ýmsum háskólum og rannsóknarstofnunum komu að rannsókninni sem birt var í tímaritinu bioRxiv um mánaðamótin. Meðal annars vísindamenn frá Háskóla Íslands og Tilraunastöðinni að Keldum. Súlur finnast á gervöllu norðanverðu Atlantshafi en rannsókninni var aðallega beint að súlubyggðinni á Bass Rock í Skotlandi, stærstu súlubyggð heims. Í umfjöllun breska blaðsins The Guardian kemur fram að vísindamenn hafi fyrst tekið eftir breyttum augnlit í súlum á Bass Rock í júní á síðasta ári. Hinn einkennandi blái augnlitur sjófuglsins hafði vikið fyrir svörtum. Frekari rannsókna þörf Var farið í að kanna þetta undarlega mál. Tekin voru blóðsýni úr átján fuglum með með blá og svört augu og kom þá í ljós að fuglarnir með svörtu augun voru með mótefni fyrir fuglaflensu, það er H5N1 vírusnum. Vísindamenn tóku fyrst eftir breytingunum í júní á síðasta ári.Jude Lane Samkvæmt Jude Lane, hjá Náttúruverndarvísindastofnun Bretlands sem leiddi rannsóknina, eru næstu skref að reyna að skilja hvort að breytingin hafi einhver áhrif á sjón fuglanna. Einnig hvort að sams konar breyting finnist hjá öðrum fuglategundum og síðast en ekki síst hvað sé að valda breytingunni. Hríðféllu í Eldey Súlur hríðféllu í Eldey í apríl á síðasta ári vegna fuglaflensu. Hefur tegundin lent mjög illa í sjúkdómnum líkt og margar aðrar tegundir í Norður Atlantshafi, svo sem grágæsir og kjóar. Talið er að fuglaflensan hafi borist frá Evrópu til Íslands og héðan til Norður Ameríku. Á Bass Rock hafa lífslíkur súlna hrapað um 42 prósent vegna flensunnar. Alls hefur dánartíðnin hækkað í 75 prósent af öllum 53 súlnabyggðum við Norður Atlantshaf.
Bretland Skotland Fuglar Vísindi Tengdar fréttir Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15. nóvember 2007 16:47 Segja fuglaflensuna hafa borist til Bandaríkjanna um Ísland og Grænland Talið er víst að fuglaflensan hafi borist frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland. Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases en höfundar hennar eru vísindamenn á Íslandi og í Þýskalandi. 15. nóvember 2022 06:57 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32
Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15. nóvember 2007 16:47
Segja fuglaflensuna hafa borist til Bandaríkjanna um Ísland og Grænland Talið er víst að fuglaflensan hafi borist frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland. Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases en höfundar hennar eru vísindamenn á Íslandi og í Þýskalandi. 15. nóvember 2022 06:57
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent