Endaði fárveikur eftir að hafa andað að sér ógeði í langan tíma Íris Hauksdóttir skrifar 4. maí 2023 12:01 Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir lögðu á sig miklar fórnir til að gera brúðkaupsdaginn sem bestan. aðsend Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir voru fyrir löngu búin að ákveða að eyða ævinni saman þó þau hafi ekki látið pússa sig saman fyrr en síðasta sumar. Hugmyndin að brúðkaupinu hljómaði rómantísk og átti að vera áreynslulaust verkefni en reyndist svo þrautinni þyngri þegar til kastanna kom. Hjörtur og Brynja eru nýjustu viðmælendur Ása í Hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Þar segja þau skemmtilegar sögur úr sinni sambandstíð en hjónin kynntust fyrst í Nemendaleikhúsinu. Síðan eru liðin 13 ár en þau eiga saman tvö börn. Brúðkaupið, sem fór fram síðastliðið sumar var því að þeirra sögn ætlað sem gott partý enda voru þau fyrir löngu búin að ákveða að ætla að eyða ævinni saman. „Eina reglan sem við settum okkur var að þetta yrði að vera gaman. Þó ekki „þvingað fjör“ en gaman engu að síður,“ segir Brynja en brúðkaupið var haldið í hlöðu fyrir vestan. Hugmynd sem hljómaði rómantísk og áreynslulaus en reyndist þrautinni þyngri þegar til kastanna kom. „Árið í fyrra fór nánast allt í undirbúning fyrir stóra daginn. Það reyndist gríðarleg vinna að halda sveitabrúðkaup í hlöðu. Bara það að fjarlægja tugi ára gamalt hey burt, svokallað stálhey eins og sveitungar kalla það, sem er svo fast saman að það þarf liggur við að rífa hvert og eitt í stöku lagi.“ Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum hans, Betri helmingurinn.aðsend Barðist við hundrað ára gamalt hey fyrir brúðkaupsveisluna Til að toppa vandræðin kom í ljós að Hjörtur þjáist af miklu frjókornaofnæmi og var því sárkvalinn á meðan á verknaðinum stóð. „Hlaðan var full af heyi sem hafði staðið þarna í hundrað ár. Það var því fáránlega mikið mál að ná þessu öllu út og ég var einn í því að rífa upp strá fyrir strá með höndunum. Rykið sem gaus þarna upp var svakalegt og ég endaði fárveikur eftir að hafa andað að mér einhverju ógeði í langan tíma. Á meðan var Brynja að dúlla sér í Góða hirðinum." „Já mér fannst eitthvað svo rómantísk pæling að hafa allt leirtau endurnýtt en fattaði ekki hvað ég þurfti að fara margar ferðir í Góða hirðinn í þessum tilgangi,“ segir Brynja og heldur áfram. „Það hljómar eitthvað svo einfalt en þúsund ferðum síðar og svo því að ferja þetta allt saman vestur var meiriháttar mál, þó ég öfundi Hjört ekki af hey-vinnunni heldur.“ Lifum enn á þessum degi Hjónin segja þó bæði að mikil undirbúningsvinna og erfiði hafi skilað fullkomnum árangri enda hafi veislan þeirra verið sú besta í manna minnum. „Þetta er náttúrulega eins og að halda heila útihátíð,“ segir Hjörtur og heldur áfram. „Við einsettum okkur að hafa undirbúninginn sem skemmtilegastan og reyna að flækja sem minnst. Það tókst ekkert endilega alveg en endanleg útkoma var eins og best var á kosið. Við lifum enn á þessum besta degi í heimi þar sem allt okkar fólk kom til að fagna saman með okkur ástinni.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sjá meira
Hjörtur og Brynja eru nýjustu viðmælendur Ása í Hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Þar segja þau skemmtilegar sögur úr sinni sambandstíð en hjónin kynntust fyrst í Nemendaleikhúsinu. Síðan eru liðin 13 ár en þau eiga saman tvö börn. Brúðkaupið, sem fór fram síðastliðið sumar var því að þeirra sögn ætlað sem gott partý enda voru þau fyrir löngu búin að ákveða að ætla að eyða ævinni saman. „Eina reglan sem við settum okkur var að þetta yrði að vera gaman. Þó ekki „þvingað fjör“ en gaman engu að síður,“ segir Brynja en brúðkaupið var haldið í hlöðu fyrir vestan. Hugmynd sem hljómaði rómantísk og áreynslulaus en reyndist þrautinni þyngri þegar til kastanna kom. „Árið í fyrra fór nánast allt í undirbúning fyrir stóra daginn. Það reyndist gríðarleg vinna að halda sveitabrúðkaup í hlöðu. Bara það að fjarlægja tugi ára gamalt hey burt, svokallað stálhey eins og sveitungar kalla það, sem er svo fast saman að það þarf liggur við að rífa hvert og eitt í stöku lagi.“ Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum hans, Betri helmingurinn.aðsend Barðist við hundrað ára gamalt hey fyrir brúðkaupsveisluna Til að toppa vandræðin kom í ljós að Hjörtur þjáist af miklu frjókornaofnæmi og var því sárkvalinn á meðan á verknaðinum stóð. „Hlaðan var full af heyi sem hafði staðið þarna í hundrað ár. Það var því fáránlega mikið mál að ná þessu öllu út og ég var einn í því að rífa upp strá fyrir strá með höndunum. Rykið sem gaus þarna upp var svakalegt og ég endaði fárveikur eftir að hafa andað að mér einhverju ógeði í langan tíma. Á meðan var Brynja að dúlla sér í Góða hirðinum." „Já mér fannst eitthvað svo rómantísk pæling að hafa allt leirtau endurnýtt en fattaði ekki hvað ég þurfti að fara margar ferðir í Góða hirðinn í þessum tilgangi,“ segir Brynja og heldur áfram. „Það hljómar eitthvað svo einfalt en þúsund ferðum síðar og svo því að ferja þetta allt saman vestur var meiriháttar mál, þó ég öfundi Hjört ekki af hey-vinnunni heldur.“ Lifum enn á þessum degi Hjónin segja þó bæði að mikil undirbúningsvinna og erfiði hafi skilað fullkomnum árangri enda hafi veislan þeirra verið sú besta í manna minnum. „Þetta er náttúrulega eins og að halda heila útihátíð,“ segir Hjörtur og heldur áfram. „Við einsettum okkur að hafa undirbúninginn sem skemmtilegastan og reyna að flækja sem minnst. Það tókst ekkert endilega alveg en endanleg útkoma var eins og best var á kosið. Við lifum enn á þessum besta degi í heimi þar sem allt okkar fólk kom til að fagna saman með okkur ástinni.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sjá meira