„Sárin eru mjög djúp og þau gróa mjög hægt“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. apríl 2023 16:01 Sigurður Örn mun funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í næstu viku. Réttur Forsætisráðherra mun funda með lögmanni aðstandenda fórnarlamba snjóflóðanna á Súðavík í næstu viku. Lögmaður segir sárin mjög djúp og þau grói hægt vegna þess að málið fékk ekki viðeigandi skoðun á sínum tíma. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur boðað Sigurð Örn Hilmarsson, lögmann aðstandenda þeirra sem létust í snjóflóðunum í Súðavík árið 1995 á fund í næstu viku. Aðstandendurnir hafa í áratugi reynt að fá rannsókn á þætti stjórnvalda í flóðinu. Það er vegna vísbendinga um að ekki hafi verið brugðist rétt við, hvorki í aðdraganda flóðsins né eftir það, eins og greint er frá í nýlegri umfjöllun Heimildarinnar. „Aðstandendur og mínir umbjóðendur vilja fyrst og fremst réttlæti. Að snjóflóðið og atburðarásin í kringum það verði gert upp með hreinskiptnum hætti,“ segir Sigurður Örn. Það er að skipuð verði rannsóknarnefnd sem fari yfir öll mál tengd snjóflóðinu. Átta af fjórtán voru börn Fjórtán manns létust, þar af átta börn, þegar flóðið féll á sex hús við Túngötu og Nesveg í Súðavík. Bent hefur verið á að hættumati hafi ekki verið fylgt, brýnar snjóflóðavarnir ekki reistar og upplýsingum um flóðahættu haldið frá íbúum. Þá hafi viðvaranir um byggingu húsa, sem lentu í flóðinu, verið hunsaðar. „Þó að það séu liðin 28 ár frá snjóflóðunum í Súðavík er erindi þeirra mjög brýnt. Það er ánægju efni að forsætisráðherra hafi brugðist við með skjótum hætti,“ segir Sigurður. Stjórnvöld hugðust lyfta grettistaki í ofanflóðavörnum eftir snjóflóðin á Súðavík og Flateyri um miðjan tíunda áratuginn.Brynjar Gauti Hingað til hafa stjórnvöld hafnað kröfu um óháða rannsókn. Auk þess að senda erindi á forsætisráðherra hefur Sigurður Örn sent erindi á stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis. En sú nefnd sér um rannsókn mála sem þessa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, hefur lýst yfir vilja til að hefja rannsókn á flóðinu í Súðavík. Ólíðandi að peningur fari annað Sigurður segir augljóst að kerfið hafi brugðist fólkinu á Súðavík. „Sárin eru mjög djúp og þau gróa mjög hægt. Meðal annars vegna þess að öll þessi mál fengu ekki viðeigandi skoðun á sínum tíma,“ segir Sigurður. Á samtölum sínum við sína umbjóðendur sér hann að þessir voveiflegu atburðir hefðu allt eins getað gerst í gær. Málið eigi líka skírskotun í nútímann því að ofanflóðamál séu alls ekki komin í lag. Flóðin í Neskaupstað nýverið séu áminning um það. Eftir hin mannskæðu snjóflóð í Súðavík og Flateyri var stefna stjórnvalda að lyfta grettistaki í byggingu snjóflóðavarna á Íslandi. Svo sem á Vestfjörðum, Tröllaskaga og Austfjörðum. Mikið hefur verið gert en einnig hefur verið bent á að sá peningur sem eyrnamerktur hefur verið ofanflóðavörnum hafi ekki farið í málaflokkinn. Framkvæmdum sem átti að vera lokið eru áratugi frá því að klárast. Sigurður Örn segir knýjandi sé að íslensk stjórnvöld fari yfir þessi mál í heild sinni og dragi af þeim lærdóm til að minnka líkurnar á að sagan endurtaki sig. „Peningarnir sem áttu að fara í þetta verkefni eru farnir eitthvað annað og það er ólíðandi,“ segir hann. Súðavíkurhreppur Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Missti þrjú börn í snjóflóðinu: „Lífið er erfitt“ "Maður reynir að halda áfram,“ segir Hafsteinn Númason. Drengirnir voru tveggja og fjögurra ára en dóttirin á sjöunda ári. 16. janúar 2015 22:53 20 ár frá snjóflóðinu í Súðavík: Minnast hinna látnu „Þetta varðar svo marga eins og til dæmis björgunarsveitarmennina sem komu að þessu á sínum tíma,“ segir Sr. Karl V. Matthíasson. 14. janúar 2015 10:01 Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02 Skilur ekki af hverju stofnuð var nefnd vegna snjóflóðanna Stjórnarmaður í ofanflóðasjóði gagnrýnir að ríkisstjórnin skuli stofna nefnd vegna snjóflóðanna. Aðeins þurfi að prenta út áætlanir ofanflóðasjóðs. 26. janúar 2020 12:31 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur boðað Sigurð Örn Hilmarsson, lögmann aðstandenda þeirra sem létust í snjóflóðunum í Súðavík árið 1995 á fund í næstu viku. Aðstandendurnir hafa í áratugi reynt að fá rannsókn á þætti stjórnvalda í flóðinu. Það er vegna vísbendinga um að ekki hafi verið brugðist rétt við, hvorki í aðdraganda flóðsins né eftir það, eins og greint er frá í nýlegri umfjöllun Heimildarinnar. „Aðstandendur og mínir umbjóðendur vilja fyrst og fremst réttlæti. Að snjóflóðið og atburðarásin í kringum það verði gert upp með hreinskiptnum hætti,“ segir Sigurður Örn. Það er að skipuð verði rannsóknarnefnd sem fari yfir öll mál tengd snjóflóðinu. Átta af fjórtán voru börn Fjórtán manns létust, þar af átta börn, þegar flóðið féll á sex hús við Túngötu og Nesveg í Súðavík. Bent hefur verið á að hættumati hafi ekki verið fylgt, brýnar snjóflóðavarnir ekki reistar og upplýsingum um flóðahættu haldið frá íbúum. Þá hafi viðvaranir um byggingu húsa, sem lentu í flóðinu, verið hunsaðar. „Þó að það séu liðin 28 ár frá snjóflóðunum í Súðavík er erindi þeirra mjög brýnt. Það er ánægju efni að forsætisráðherra hafi brugðist við með skjótum hætti,“ segir Sigurður. Stjórnvöld hugðust lyfta grettistaki í ofanflóðavörnum eftir snjóflóðin á Súðavík og Flateyri um miðjan tíunda áratuginn.Brynjar Gauti Hingað til hafa stjórnvöld hafnað kröfu um óháða rannsókn. Auk þess að senda erindi á forsætisráðherra hefur Sigurður Örn sent erindi á stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis. En sú nefnd sér um rannsókn mála sem þessa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, hefur lýst yfir vilja til að hefja rannsókn á flóðinu í Súðavík. Ólíðandi að peningur fari annað Sigurður segir augljóst að kerfið hafi brugðist fólkinu á Súðavík. „Sárin eru mjög djúp og þau gróa mjög hægt. Meðal annars vegna þess að öll þessi mál fengu ekki viðeigandi skoðun á sínum tíma,“ segir Sigurður. Á samtölum sínum við sína umbjóðendur sér hann að þessir voveiflegu atburðir hefðu allt eins getað gerst í gær. Málið eigi líka skírskotun í nútímann því að ofanflóðamál séu alls ekki komin í lag. Flóðin í Neskaupstað nýverið séu áminning um það. Eftir hin mannskæðu snjóflóð í Súðavík og Flateyri var stefna stjórnvalda að lyfta grettistaki í byggingu snjóflóðavarna á Íslandi. Svo sem á Vestfjörðum, Tröllaskaga og Austfjörðum. Mikið hefur verið gert en einnig hefur verið bent á að sá peningur sem eyrnamerktur hefur verið ofanflóðavörnum hafi ekki farið í málaflokkinn. Framkvæmdum sem átti að vera lokið eru áratugi frá því að klárast. Sigurður Örn segir knýjandi sé að íslensk stjórnvöld fari yfir þessi mál í heild sinni og dragi af þeim lærdóm til að minnka líkurnar á að sagan endurtaki sig. „Peningarnir sem áttu að fara í þetta verkefni eru farnir eitthvað annað og það er ólíðandi,“ segir hann.
Súðavíkurhreppur Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Missti þrjú börn í snjóflóðinu: „Lífið er erfitt“ "Maður reynir að halda áfram,“ segir Hafsteinn Númason. Drengirnir voru tveggja og fjögurra ára en dóttirin á sjöunda ári. 16. janúar 2015 22:53 20 ár frá snjóflóðinu í Súðavík: Minnast hinna látnu „Þetta varðar svo marga eins og til dæmis björgunarsveitarmennina sem komu að þessu á sínum tíma,“ segir Sr. Karl V. Matthíasson. 14. janúar 2015 10:01 Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02 Skilur ekki af hverju stofnuð var nefnd vegna snjóflóðanna Stjórnarmaður í ofanflóðasjóði gagnrýnir að ríkisstjórnin skuli stofna nefnd vegna snjóflóðanna. Aðeins þurfi að prenta út áætlanir ofanflóðasjóðs. 26. janúar 2020 12:31 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Missti þrjú börn í snjóflóðinu: „Lífið er erfitt“ "Maður reynir að halda áfram,“ segir Hafsteinn Númason. Drengirnir voru tveggja og fjögurra ára en dóttirin á sjöunda ári. 16. janúar 2015 22:53
20 ár frá snjóflóðinu í Súðavík: Minnast hinna látnu „Þetta varðar svo marga eins og til dæmis björgunarsveitarmennina sem komu að þessu á sínum tíma,“ segir Sr. Karl V. Matthíasson. 14. janúar 2015 10:01
Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02
Skilur ekki af hverju stofnuð var nefnd vegna snjóflóðanna Stjórnarmaður í ofanflóðasjóði gagnrýnir að ríkisstjórnin skuli stofna nefnd vegna snjóflóðanna. Aðeins þurfi að prenta út áætlanir ofanflóðasjóðs. 26. janúar 2020 12:31