Nýr forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga algjörlega brostnar vegna verðbólgu. Við ræðum við hann og aðra í nýrri og sjálfkjörinni forystu sambandsins.
Þá heyrum við í menntskælingum um fyrirhugaða sameiningu framhaldsskóla, kynnum okkur nýja rafmagnsvörubíla, förum á leiksýningu hjá Sólheimum og verðum í beinni frá Laugardalshöll – þar sem strákabandið Backstreet Boys treður upp í kvöld.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.