Innlent

Bara pláss fyrir eina konu og börnin hennar í kvenna­at­hvarfinu á Akur­eyri

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Aðeins verður pláss fyrir eina konu og börn hennar í kvennaathvarfinu á Akureyri ef ekki fæst meira fjármagn.
Aðeins verður pláss fyrir eina konu og börn hennar í kvennaathvarfinu á Akureyri ef ekki fæst meira fjármagn. Vísir/Vilhelm

Vegna fjárskorts mun kvennaathvarfið á Akureyri ekki geta tekið á móti fleiri en einni konu og börnum hennar í einu. Athvarfið var tilraunaverkefni til eins árs og hefur ekki tekist að tryggja fjármagn fyrir áframhaldandi óbreyttu starfi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum um kvennaathvarf en árið 2020 hófu samtökin tilraunverkefni um rekstur neyðarathvarfs á Akureyri í samvinnu við Bjarmahlíð, sveitarfélög á Norðurlandi eystra, Aflið, félags- og barnamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið. 

Verkefnið var til eins árs en að því loknu fól stjórn SUK framkvæmdastýru að þróa áfram samstarf við framangreinda aðila til að halda rekstri áfram. 

Í fyrra dvöldu sautján konur og fimmtán börn í athvarfinu á Akureyri. Segir í tilkynningunni að erfiðlega hafi gengið að finna rekstrarform sem uppfylli skilyrðin sem SUK hefur sett til að tryggja öryggi og stuðning við konur og börn sem dvelja í athvarfinu. Því sé ljóst að víðtækt samstarf þurfi að koma til svo hægt sé að tryggja rekstur til lengri tíma.

Þá hefur stjórn SUK fundað með fulltrúum stjórnvalda og hagsmunaaðilum á Akureyri og nærliggjandi sveitarfélögum. Vonir eru um að hægt veðri að tryggja rekstur athvarfsins á Akureyri til frambúðar. Þar til það tekst getur athvarfi ekki tekið á móti nema einni konu og börnum hennar í senn.


Tengdar fréttir

Komum í kvennaathvarfið fjölgað mikið á milli ára

Komum í kvennaathvarfið fjölgaði mikið milli áranna 2021 og 2022, þetta sýnir komandi ársskýrsla athvarfsins. Framkvæmdastýra segir að margar ástæður geti skýrt aukninguna, ein sé aukin þekking almennings á starfseminni.

Að meðal­tali sjö til­kynningar á dag um heimilis­of­beldi eða á­greining

Tæplega átján hundruð tilkynningar bárust lögreglunni á landsvísu um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila á fyrstu níu mánuðum ársins. Jafngildir það að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag og hafa þær aldrei verið fleiri ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára. Á sama tíma hefur tilkynningum um ofbeldi foreldris í garð barns fjölgað. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×