Innlent

Nýir vara­for­setar ASÍ sjálf­kjörnir

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var sjálfkjörinn 1. varaforseti ASÍ fyrr í dag.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var sjálfkjörinn 1. varaforseti ASÍ fyrr í dag. Vísir/Arnar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var í dag sjálfkjörinn 1. varaforseti ASÍ. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags, var sjálfkjörinn 2. varaforseti ASÍ og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, 3. varaforseti.

Þetta varð ljóst skömmu fyrir hádegi, en enginn mótframboð bárust. Áður hafði Finnbjörn A. Hermannsson verið sjálfkjörinn forseti ASÍ eftir að Ólöf Helga Adolfsdóttir dró framboð sitt til baka.

Í tilkynningu frá ASÍ segir að Finnbjörn hafi áratuga reynslu af störfum í verkalýðshreyfingunni. „Hann lét nýlega af störfum sem formaður Byggiðnar, áður Trésmíðafélags Reykjavíkur þar sem hann hafði verið í forsvari í 26 ár.“

Finnbjörn tekur verið forsetaembættinu af Kristjáni Þórði sem ekki gaf kost á sér til forseta. Kristján Þórður tók óvænt við embættinu eftir að Drífa Snædal baðst lausnar í ágúst síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Finnbjörn sjálf­kjörinn for­seti ASÍ

Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, er nýr forseti Alþýðusambands Íslands og var sjálfkjörinn á þingi sambandsins í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×