„Mjög sjaldgæfir“ tíu sentímetrar mældust í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2023 12:08 Svona leit morguninn eflaust út hjá mörgum á Suður- og suðvesturlandi. Vísir/Egill Hvít jörð tók á móti íbúum á suðvesturhorninu og víðar í morgun, mörgum til talsverðs ama. Veðurfræðingur segir þetta harla óvenjulegt; þetta er í fimmta sinn sem snjór mælist tíu sentímetrar eða meiri í höfuðborginni eftir miðjan apríl. Það var sannkallað vorhret sem dundi á gluggum hér suðvestantil í gærkvöldi og í nótt - og enn kyngir raunar niður snjó sums staðar á Suðurlandi, þar sem einnig er víða þæfingsfærð. Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjóþyngsli morgunsins mjög óvenjuleg. „Síðustu 75 árin eru bara fjögur tilfelli þar sem snjódýptin hefur mælst 10 sentímetrar eða meira eftir miðjan apríl. Það mældist semsagt 10 sentímetra snjódýpt við Veðurstofuna í morgun. Og það er mjög sjaldgæft,“ segir Teitur. Breiðholtið í vetrarbúning í morgun, 27. apríl.Vísir/egill Þetta er þó talsvert langt frá aprílmetinu, sem er 32 sentímetrar 1. apríl 1989. En hvað með framhaldið? Kuldakast hefur gengið yfir landið síðustu daga eftir mikil hlýindi og með því hafi myndast „lítil og lúmsk“ lægð, eins og oft gerist við slíkar aðstæður. Úrkomubakki haldi sig yfir Suðurlandinu í dag. „Það er möguleiki að hann heimsæki höfuðborgarsvæðið aftur í kvöld og nótt en það ætti þó ekki að vera í miklu magni. En svo á morgun reiknum við með að stytti upp, bakkinn fjarlægist og það létti til á sunnanverðu landinu.“ Áfram verður kalt um helgina svo Teitur reiknar með að sólin verði nokkurn tíma að vinna á snjónum. „Síðan eru nú líkur á að á þriðjudag miðvikudag snúist til sunnanáttar með rigningu og það hlýni á landinu. En þangað til verður næturfrost og frekar svalt á daginn.“ Þannig að það gæti verið að það verði ekki fyrr en eftir helgi sem hann verður alveg farinn? „Já, það gæti verið þannig.“ Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Það var sannkallað vorhret sem dundi á gluggum hér suðvestantil í gærkvöldi og í nótt - og enn kyngir raunar niður snjó sums staðar á Suðurlandi, þar sem einnig er víða þæfingsfærð. Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjóþyngsli morgunsins mjög óvenjuleg. „Síðustu 75 árin eru bara fjögur tilfelli þar sem snjódýptin hefur mælst 10 sentímetrar eða meira eftir miðjan apríl. Það mældist semsagt 10 sentímetra snjódýpt við Veðurstofuna í morgun. Og það er mjög sjaldgæft,“ segir Teitur. Breiðholtið í vetrarbúning í morgun, 27. apríl.Vísir/egill Þetta er þó talsvert langt frá aprílmetinu, sem er 32 sentímetrar 1. apríl 1989. En hvað með framhaldið? Kuldakast hefur gengið yfir landið síðustu daga eftir mikil hlýindi og með því hafi myndast „lítil og lúmsk“ lægð, eins og oft gerist við slíkar aðstæður. Úrkomubakki haldi sig yfir Suðurlandinu í dag. „Það er möguleiki að hann heimsæki höfuðborgarsvæðið aftur í kvöld og nótt en það ætti þó ekki að vera í miklu magni. En svo á morgun reiknum við með að stytti upp, bakkinn fjarlægist og það létti til á sunnanverðu landinu.“ Áfram verður kalt um helgina svo Teitur reiknar með að sólin verði nokkurn tíma að vinna á snjónum. „Síðan eru nú líkur á að á þriðjudag miðvikudag snúist til sunnanáttar með rigningu og það hlýni á landinu. En þangað til verður næturfrost og frekar svalt á daginn.“ Þannig að það gæti verið að það verði ekki fyrr en eftir helgi sem hann verður alveg farinn? „Já, það gæti verið þannig.“
Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira