Innlent

Fyrsta þjónustu­heim­sókn banda­rísks kjarn­orku­kaf­báts í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá aðgerðum Landhelgisgæslunnar við fylgdina í dag.
Frá aðgerðum Landhelgisgæslunnar við fylgdina í dag. Landhelgisgæslan

Í dag fór fram fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í íslenskri landhelgi. Landhelgisgæslan leiddi framkvæmdina í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið. Vel gekk að flytja kost um borð í bátinn.

Kafbáturinn USS San Juan kom í þjónustuheimsókn á hafsvæðið norðsvestur af Garðskaga til að taka kost. Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu fylgdi varðskipið Þór kafbátnum frá því að hann kom upp á yfirborðið við mörk landhelginnar og fylgdi honum á meðan heimsóknin stóð. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tilkynnti 18. apríl síðastliðinn að kjarnorkuknúnum kafbátum bandaríska sjóhersins yrði heimilað að hafa stutta viðkomu við Íslandsstrendur til að skipta út hluta áhafnar og taka kost. Bátarnir eru ekki vopnaðir kjarnavopum. 

„Þjónustuheimsóknir kafbáta sem sinna kafbátaeftirliti á Norður Atlantshafi stuðla að því að efla samfellt og virkt eftirlit bandalagsríkja sem tryggir betri stöðuvitund og eykur öryggi neðansjávarinnviða á hafsvæðinu í kringum Ísland,“ segir í tilkynningunni. 

„Íslensk og bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu árum aukið samstarf vegna eftirlits og viðbúnaðar á Norður-Atlantshafi. Sá stuðningur sem fólgin er í að heimila komu kafbáta til þjónustuheimsókna við Ísland er liður í varnarskuldbindingum Íslands og mikilvægt framlag til sameiginlegra varna bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins.“


Tengdar fréttir

Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands

Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands.

Kjarnorkuknúnir kafbátar nærri Helguvík

Kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins verður heimilt að hafa viðkomu við Ísland og von er á fyrsta kafbátnum á næstunni. Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að þeir megi ekki bera kjarnorkuvopn innan íslenskrar landhelgi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×