Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Máni Snær Þorláksson skrifar 18. apríl 2023 11:09 Utanríkisráðherra hefur tilkynnt stjórnvöldum í Bandaríkjunum að kjarnorkuknúnum kafbátum bandaríska sjóhersins verði heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Getty Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. Samkvæmt tilkynningu sem birt er á vef stjórnarráðsins í dag er þessi ákvörðun utanríkisráðherra liður í stefnu stjórnvalda hér á landi að „styðja við aukið eftirlit og viðbragðsgetu bandalagsríkja á Norður-Atlantshafi.“ Fyrsti kafbáturinn sem kemur hingað mun fá þjónustu í nokkurra kílómetra fjarlægð úti fyrir ströndum landsins. Hann mun því ekki hafa viðkomu í höfn. Í tilkynningunni er bent á að kafbátar af sömu gerð og sá sem er væntanlegur til Íslands hafi reglulega viðkomu í flestum bandalagsríkjum, þar á meðal í Noregi og Færeyjum. „Þjónustuheimsóknirnar stuðla að því að efla samfellt og virkt kafbátaeftirlit bandalagsríkja sem tryggir betri stöðuvitund og eykur öryggi neðansjávarinnviða á borð við sæstrengi á hafsvæðinu í kringum Ísland. Tíðni heimsókna mun ráðast af þörf hverju sinni,“ segir í tilkynningunni. Bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra leggja áherslu á það í tilkynningunni að „það sé skilyrði fyrir komu herskipa bandalagsríkja til landsins að stjórnvöld í viðkomandi ríkjum bæði þekki og virði ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum, að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga.“ Þessi afstaða hafi verið áréttuð í orðsendingu utanríkisráðherra til bandarískra stjórnvalda. Ekki gerður greinarmunur á sjóförum eftir aflgjafa Allir kafbátar sem eru í þjónustu bandaríska hersins eru knúnir kjarnorku. Í tilkynningunni er vakin athygli á því að ekki séu reglur eða lög í gildi á Íslandi sem gera greinarmun á sjóförum eftir því hvaða aflgjafi knýr þau. „Öll sjóför hafa heimild til þess að fara um íslenskt yfirráðasvæði í friðsamlegum tilgangi samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar þurfa stjórnvöld ríkis að sækja um leyfi til utanríkisráðuneytisins til að hafa viðdvöl innan landhelgi. Sé slíkt leyfi veitt er það háð skilyrðum og reglum sem settar eru um slíkar heimsóknir.“ Þá kemur fram að útbúnar hafa verið verklagsreglur í tengslum við heimsóknir kafbátanna. Reglurnar hafi verið unnar í náinni samvinnu utanríkisráðuneytisins, Geislavarna ríkisins, Landhelgisgæslunnar og embættis ríkislögreglustjóra og taka mið af sambærilegum reglum í nágrannaríkjum. „Íslensk stjórnvöld hafa átt samráð við stjórnvöld í nágrannaríkjum sem hafa margra áratuga reynslu af sambærilegum þjónustuheimsóknum kafbáta og hafa einnig gert það að skilyrði að ekki séu kjarnavopn um borð. Utanríkisráðherra hefur kynnt málið í ríkisstjórn auk þess sem utanríkismálanefnd og þjóðaröryggisráð hafa verið upplýst um málið.Íslensk og bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu árum aukið samstarf vegna eftirlits og viðbúnaðar á Norður-Atlantshafi. Ísland hefur um nokkuð skeið veitt gistiríkjastuðning við kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjanna og annarra bandalagsríkja í Keflavík. Sá stuðningur, sem nú er veittur með því að heimila komu kafbáta, er liður í varnarskuldbindingum Íslands og mikilvægt framlag til sameiginlegra varna bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins.“ Bandaríkin Stjórnsýsla Utanríkismál Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu sem birt er á vef stjórnarráðsins í dag er þessi ákvörðun utanríkisráðherra liður í stefnu stjórnvalda hér á landi að „styðja við aukið eftirlit og viðbragðsgetu bandalagsríkja á Norður-Atlantshafi.“ Fyrsti kafbáturinn sem kemur hingað mun fá þjónustu í nokkurra kílómetra fjarlægð úti fyrir ströndum landsins. Hann mun því ekki hafa viðkomu í höfn. Í tilkynningunni er bent á að kafbátar af sömu gerð og sá sem er væntanlegur til Íslands hafi reglulega viðkomu í flestum bandalagsríkjum, þar á meðal í Noregi og Færeyjum. „Þjónustuheimsóknirnar stuðla að því að efla samfellt og virkt kafbátaeftirlit bandalagsríkja sem tryggir betri stöðuvitund og eykur öryggi neðansjávarinnviða á borð við sæstrengi á hafsvæðinu í kringum Ísland. Tíðni heimsókna mun ráðast af þörf hverju sinni,“ segir í tilkynningunni. Bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra leggja áherslu á það í tilkynningunni að „það sé skilyrði fyrir komu herskipa bandalagsríkja til landsins að stjórnvöld í viðkomandi ríkjum bæði þekki og virði ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum, að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga.“ Þessi afstaða hafi verið áréttuð í orðsendingu utanríkisráðherra til bandarískra stjórnvalda. Ekki gerður greinarmunur á sjóförum eftir aflgjafa Allir kafbátar sem eru í þjónustu bandaríska hersins eru knúnir kjarnorku. Í tilkynningunni er vakin athygli á því að ekki séu reglur eða lög í gildi á Íslandi sem gera greinarmun á sjóförum eftir því hvaða aflgjafi knýr þau. „Öll sjóför hafa heimild til þess að fara um íslenskt yfirráðasvæði í friðsamlegum tilgangi samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar þurfa stjórnvöld ríkis að sækja um leyfi til utanríkisráðuneytisins til að hafa viðdvöl innan landhelgi. Sé slíkt leyfi veitt er það háð skilyrðum og reglum sem settar eru um slíkar heimsóknir.“ Þá kemur fram að útbúnar hafa verið verklagsreglur í tengslum við heimsóknir kafbátanna. Reglurnar hafi verið unnar í náinni samvinnu utanríkisráðuneytisins, Geislavarna ríkisins, Landhelgisgæslunnar og embættis ríkislögreglustjóra og taka mið af sambærilegum reglum í nágrannaríkjum. „Íslensk stjórnvöld hafa átt samráð við stjórnvöld í nágrannaríkjum sem hafa margra áratuga reynslu af sambærilegum þjónustuheimsóknum kafbáta og hafa einnig gert það að skilyrði að ekki séu kjarnavopn um borð. Utanríkisráðherra hefur kynnt málið í ríkisstjórn auk þess sem utanríkismálanefnd og þjóðaröryggisráð hafa verið upplýst um málið.Íslensk og bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu árum aukið samstarf vegna eftirlits og viðbúnaðar á Norður-Atlantshafi. Ísland hefur um nokkuð skeið veitt gistiríkjastuðning við kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjanna og annarra bandalagsríkja í Keflavík. Sá stuðningur, sem nú er veittur með því að heimila komu kafbáta, er liður í varnarskuldbindingum Íslands og mikilvægt framlag til sameiginlegra varna bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins.“
Bandaríkin Stjórnsýsla Utanríkismál Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira