Telja hesta og ruslarottur fá betri snjómokstur Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 08:52 Ef rottur ækju bílum nytu þær betri vetrarþjónustu en íbúar Álfabrekku á Fáskrúðsfirði ef marka má bréf sem íbúarnir sendu sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Vísir/Getty/samsett Íbúar við Álfabrekku í efri byggðum Fáskrúðsfjarðar eru ósáttir við að vera á meðal alsíðustu íbúa til að fá götu sína rudda eftir snjókomu. Þeir telja „hesta og ruslarottur“ hærra skrifaðar þar sem vegur að gámavöllum og hesthúsum sé yfirleitt ruddur á undan þeirra götu. Megn óánægja íbúanna með forgangsröðun í snjóruðningi á Fáskrúðsfirði kemur fram í bréfi sem tíu þeirra skrifuðu undir og sendu bæjarráði Fjarðabyggðar. Bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins á mánudag. Í því segja þeir ekki boðlegt að Álfabrekka sé ekki rudd svo dögum skipti og krefjast þess að málunum verði kippt í lag fyrir næsta vetur. „Það er dapurlegt að sjá að við íbúar Álfabrekku skulum vera með alsíðustu íbúum Fáskrúðsfjarðar til að fá götuna rudda, meira að segja vegurinn inn að gámavöllum og hesthúsunum er yfirleitt ruddur á undan Álfabrekku svo segja má að hestar og ruslarottur séu hærra skrifaða en við,“ segir í bréfinu. Gagnrýna íbúarnir að gatan sé ekki rudd svo dögum skipti. Þegar mesta snjókoma í manna minnum gekk yfir bæinn í mars hafi gatan verið algerlega ófær öllum bílum í tvo daga. Flest allar götur bæjarins hafi hins vegar verið orðnar færar og nánast fullhreinsaðar þegar Álfabrekka var rudd. Börðust við að halda aðalgötum opnum Haraldur L. Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að mokað sé eftir forgangsáætlun fyrir bæinn. Húsagötur og fáfarnar safngötur eru þar aftastar í röðinni á eftir stofnbrautum og stofn- og tengistígum. Hvað umkvartanir Álfabrekkubúa um að þeir séu skör neðar en ruslarottur og hestar segir Haraldur að alltaf sé mokað að gámavöllunum þegar þar er opið, Vegurinn þangað sé ekki í fyrsta þjónustuflokki en síðastur þar á eftir. Vegurinn að hesthúsum bæjarins sé alltaf ruddur síðast og húsagötur mokaðar áður. Hins vegar hafi verið mokað að hesthúsunum til þess að búa til rennu fyrir krapaflóð síðustu vikuna í mars. Krapaflóð féllu þá á Fáskrúðsfirði þegar rigningu gerði ofan í snjóþyngsli. „Þá voru menn bara að berjast við að halda aðalgötum opnum, þannig að það var ekkert óeðlilegt við það. Menn höfðu ekki undan, við höfðum bara ekki fleiri tæki,“ segir hann. Erindi íbúanna við Álfabrekku var vísað til mannvirkja- og veitunefndar Fjarðabyggðar. Haraldur segir að það verði væntanlega tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Fjarðabyggð Snjómokstur Samgöngur Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Megn óánægja íbúanna með forgangsröðun í snjóruðningi á Fáskrúðsfirði kemur fram í bréfi sem tíu þeirra skrifuðu undir og sendu bæjarráði Fjarðabyggðar. Bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins á mánudag. Í því segja þeir ekki boðlegt að Álfabrekka sé ekki rudd svo dögum skipti og krefjast þess að málunum verði kippt í lag fyrir næsta vetur. „Það er dapurlegt að sjá að við íbúar Álfabrekku skulum vera með alsíðustu íbúum Fáskrúðsfjarðar til að fá götuna rudda, meira að segja vegurinn inn að gámavöllum og hesthúsunum er yfirleitt ruddur á undan Álfabrekku svo segja má að hestar og ruslarottur séu hærra skrifaða en við,“ segir í bréfinu. Gagnrýna íbúarnir að gatan sé ekki rudd svo dögum skipti. Þegar mesta snjókoma í manna minnum gekk yfir bæinn í mars hafi gatan verið algerlega ófær öllum bílum í tvo daga. Flest allar götur bæjarins hafi hins vegar verið orðnar færar og nánast fullhreinsaðar þegar Álfabrekka var rudd. Börðust við að halda aðalgötum opnum Haraldur L. Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að mokað sé eftir forgangsáætlun fyrir bæinn. Húsagötur og fáfarnar safngötur eru þar aftastar í röðinni á eftir stofnbrautum og stofn- og tengistígum. Hvað umkvartanir Álfabrekkubúa um að þeir séu skör neðar en ruslarottur og hestar segir Haraldur að alltaf sé mokað að gámavöllunum þegar þar er opið, Vegurinn þangað sé ekki í fyrsta þjónustuflokki en síðastur þar á eftir. Vegurinn að hesthúsum bæjarins sé alltaf ruddur síðast og húsagötur mokaðar áður. Hins vegar hafi verið mokað að hesthúsunum til þess að búa til rennu fyrir krapaflóð síðustu vikuna í mars. Krapaflóð féllu þá á Fáskrúðsfirði þegar rigningu gerði ofan í snjóþyngsli. „Þá voru menn bara að berjast við að halda aðalgötum opnum, þannig að það var ekkert óeðlilegt við það. Menn höfðu ekki undan, við höfðum bara ekki fleiri tæki,“ segir hann. Erindi íbúanna við Álfabrekku var vísað til mannvirkja- og veitunefndar Fjarðabyggðar. Haraldur segir að það verði væntanlega tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Fjarðabyggð Snjómokstur Samgöngur Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira