Telja hesta og ruslarottur fá betri snjómokstur Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 08:52 Ef rottur ækju bílum nytu þær betri vetrarþjónustu en íbúar Álfabrekku á Fáskrúðsfirði ef marka má bréf sem íbúarnir sendu sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Vísir/Getty/samsett Íbúar við Álfabrekku í efri byggðum Fáskrúðsfjarðar eru ósáttir við að vera á meðal alsíðustu íbúa til að fá götu sína rudda eftir snjókomu. Þeir telja „hesta og ruslarottur“ hærra skrifaðar þar sem vegur að gámavöllum og hesthúsum sé yfirleitt ruddur á undan þeirra götu. Megn óánægja íbúanna með forgangsröðun í snjóruðningi á Fáskrúðsfirði kemur fram í bréfi sem tíu þeirra skrifuðu undir og sendu bæjarráði Fjarðabyggðar. Bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins á mánudag. Í því segja þeir ekki boðlegt að Álfabrekka sé ekki rudd svo dögum skipti og krefjast þess að málunum verði kippt í lag fyrir næsta vetur. „Það er dapurlegt að sjá að við íbúar Álfabrekku skulum vera með alsíðustu íbúum Fáskrúðsfjarðar til að fá götuna rudda, meira að segja vegurinn inn að gámavöllum og hesthúsunum er yfirleitt ruddur á undan Álfabrekku svo segja má að hestar og ruslarottur séu hærra skrifaða en við,“ segir í bréfinu. Gagnrýna íbúarnir að gatan sé ekki rudd svo dögum skipti. Þegar mesta snjókoma í manna minnum gekk yfir bæinn í mars hafi gatan verið algerlega ófær öllum bílum í tvo daga. Flest allar götur bæjarins hafi hins vegar verið orðnar færar og nánast fullhreinsaðar þegar Álfabrekka var rudd. Börðust við að halda aðalgötum opnum Haraldur L. Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að mokað sé eftir forgangsáætlun fyrir bæinn. Húsagötur og fáfarnar safngötur eru þar aftastar í röðinni á eftir stofnbrautum og stofn- og tengistígum. Hvað umkvartanir Álfabrekkubúa um að þeir séu skör neðar en ruslarottur og hestar segir Haraldur að alltaf sé mokað að gámavöllunum þegar þar er opið, Vegurinn þangað sé ekki í fyrsta þjónustuflokki en síðastur þar á eftir. Vegurinn að hesthúsum bæjarins sé alltaf ruddur síðast og húsagötur mokaðar áður. Hins vegar hafi verið mokað að hesthúsunum til þess að búa til rennu fyrir krapaflóð síðustu vikuna í mars. Krapaflóð féllu þá á Fáskrúðsfirði þegar rigningu gerði ofan í snjóþyngsli. „Þá voru menn bara að berjast við að halda aðalgötum opnum, þannig að það var ekkert óeðlilegt við það. Menn höfðu ekki undan, við höfðum bara ekki fleiri tæki,“ segir hann. Erindi íbúanna við Álfabrekku var vísað til mannvirkja- og veitunefndar Fjarðabyggðar. Haraldur segir að það verði væntanlega tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Fjarðabyggð Snjómokstur Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Megn óánægja íbúanna með forgangsröðun í snjóruðningi á Fáskrúðsfirði kemur fram í bréfi sem tíu þeirra skrifuðu undir og sendu bæjarráði Fjarðabyggðar. Bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins á mánudag. Í því segja þeir ekki boðlegt að Álfabrekka sé ekki rudd svo dögum skipti og krefjast þess að málunum verði kippt í lag fyrir næsta vetur. „Það er dapurlegt að sjá að við íbúar Álfabrekku skulum vera með alsíðustu íbúum Fáskrúðsfjarðar til að fá götuna rudda, meira að segja vegurinn inn að gámavöllum og hesthúsunum er yfirleitt ruddur á undan Álfabrekku svo segja má að hestar og ruslarottur séu hærra skrifaða en við,“ segir í bréfinu. Gagnrýna íbúarnir að gatan sé ekki rudd svo dögum skipti. Þegar mesta snjókoma í manna minnum gekk yfir bæinn í mars hafi gatan verið algerlega ófær öllum bílum í tvo daga. Flest allar götur bæjarins hafi hins vegar verið orðnar færar og nánast fullhreinsaðar þegar Álfabrekka var rudd. Börðust við að halda aðalgötum opnum Haraldur L. Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að mokað sé eftir forgangsáætlun fyrir bæinn. Húsagötur og fáfarnar safngötur eru þar aftastar í röðinni á eftir stofnbrautum og stofn- og tengistígum. Hvað umkvartanir Álfabrekkubúa um að þeir séu skör neðar en ruslarottur og hestar segir Haraldur að alltaf sé mokað að gámavöllunum þegar þar er opið, Vegurinn þangað sé ekki í fyrsta þjónustuflokki en síðastur þar á eftir. Vegurinn að hesthúsum bæjarins sé alltaf ruddur síðast og húsagötur mokaðar áður. Hins vegar hafi verið mokað að hesthúsunum til þess að búa til rennu fyrir krapaflóð síðustu vikuna í mars. Krapaflóð féllu þá á Fáskrúðsfirði þegar rigningu gerði ofan í snjóþyngsli. „Þá voru menn bara að berjast við að halda aðalgötum opnum, þannig að það var ekkert óeðlilegt við það. Menn höfðu ekki undan, við höfðum bara ekki fleiri tæki,“ segir hann. Erindi íbúanna við Álfabrekku var vísað til mannvirkja- og veitunefndar Fjarðabyggðar. Haraldur segir að það verði væntanlega tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Fjarðabyggð Snjómokstur Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira