„Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2023 14:30 Andrea Jóns, Páll Óskar og Vera Illuga eru meðal þeirra sem fordæma boðskap Samtakanna 22. Ásta Kristjáns/Vilhelm Tæplega þrjú hundruð samkynheigðir Íslendingar fordæma að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Samtökin séu hvorki talsmaður hópsins né tali í þeirra nafni. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem ber titilinn „Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ sem birtist á Vísi í dag. Meðal þeirra sem skrifa undir eru Andrea Jónsdóttir útvarpskona, Andrean Sigurgeirsson dansari, Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur, Felix Bergsson fjölmiðlamaður, Friðrik Ómar söngvari, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður, Kristín Eysteinsdóttir rektor og Vera Illugadóttir útvarpskona svo einhverjir séu nefndir. „Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. Við fordæmum að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra, hvorki þau né talsmaður þeirra tala í okkar nafni,“ segir í greininni. „Að eigin sögn eru Samtökin 22 „hagsmunasamtök samkynhneigðra“ og hefur stofnandi/talsmaður félagsins að undanförnu ritað greinar og til hans verið vísað í fjölmiðlum. Til þessa hafa hin nýju „hagsmunasamtök“ fátt annað á afrekaskrá sinni en fordómafulla umsögn um frumvarp til lögbanns á bælingarmeðferðum og formlega kvörtun til forsætisnefndar Alþingis undan samkynhneigðum varaþingmanni.“ Umræddur stofnandi heitir Eldur Deville. Óhætt er að segja að mest áhersla í orðræðu hans hafi verið hvað við kemur trans fólki. Eldur hefur endurtekið hafnað því að hafa uppi fordóma gegn trans fólki. Á Facebook-síðu samtakanna kemur fram að Samtökin 22 séu einu hagsmunasamtökin á Íslandi sem vinna í þágu samkynhneigðra. Fullyrðing sem flestir þjóðþekktir samkynhneigðir Íslendingar taka ekki undir. Þá hafa Samtökin 22 gagnrýnt að Samtökin 78 fari í grunnskólana til að fræða börnin um kynsegin mál. „Við þurfum ekki í skólana. Kennarar eru fullfærir að miðla því til barna að fjölskylduformið er fjölbreytt og að sumt fólk laðast að sama kyni,“ segir á Facebook-síðu samtakanna. „Samtökin 22 hafa talað gegn starfsemi hinna raunverulegu hagsmunasamtaka hinsegin fólks, Samtakanna '78 og aðildarfélögum þeirra, ýtt undir kynjatvíhyggju og virðast í raun fyrst og fremst stefna að upplausn hinsegin samfélagsins eins og við þekkjum það í dag. Okkur þykir því ljóst að starf Samtakanna 22 snúist ekki um réttindabaráttu eða hagsmunagæslu samkynhneigðra heldur baráttu gegn réttindum og hagsmunum annarra hópa,“ segir í aðsendu greininni á Vísi í dag. Hinsegin Félagasamtök Tengdar fréttir Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. 24. apríl 2023 12:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein sem ber titilinn „Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ sem birtist á Vísi í dag. Meðal þeirra sem skrifa undir eru Andrea Jónsdóttir útvarpskona, Andrean Sigurgeirsson dansari, Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur, Felix Bergsson fjölmiðlamaður, Friðrik Ómar söngvari, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður, Kristín Eysteinsdóttir rektor og Vera Illugadóttir útvarpskona svo einhverjir séu nefndir. „Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. Við fordæmum að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra, hvorki þau né talsmaður þeirra tala í okkar nafni,“ segir í greininni. „Að eigin sögn eru Samtökin 22 „hagsmunasamtök samkynhneigðra“ og hefur stofnandi/talsmaður félagsins að undanförnu ritað greinar og til hans verið vísað í fjölmiðlum. Til þessa hafa hin nýju „hagsmunasamtök“ fátt annað á afrekaskrá sinni en fordómafulla umsögn um frumvarp til lögbanns á bælingarmeðferðum og formlega kvörtun til forsætisnefndar Alþingis undan samkynhneigðum varaþingmanni.“ Umræddur stofnandi heitir Eldur Deville. Óhætt er að segja að mest áhersla í orðræðu hans hafi verið hvað við kemur trans fólki. Eldur hefur endurtekið hafnað því að hafa uppi fordóma gegn trans fólki. Á Facebook-síðu samtakanna kemur fram að Samtökin 22 séu einu hagsmunasamtökin á Íslandi sem vinna í þágu samkynhneigðra. Fullyrðing sem flestir þjóðþekktir samkynhneigðir Íslendingar taka ekki undir. Þá hafa Samtökin 22 gagnrýnt að Samtökin 78 fari í grunnskólana til að fræða börnin um kynsegin mál. „Við þurfum ekki í skólana. Kennarar eru fullfærir að miðla því til barna að fjölskylduformið er fjölbreytt og að sumt fólk laðast að sama kyni,“ segir á Facebook-síðu samtakanna. „Samtökin 22 hafa talað gegn starfsemi hinna raunverulegu hagsmunasamtaka hinsegin fólks, Samtakanna '78 og aðildarfélögum þeirra, ýtt undir kynjatvíhyggju og virðast í raun fyrst og fremst stefna að upplausn hinsegin samfélagsins eins og við þekkjum það í dag. Okkur þykir því ljóst að starf Samtakanna 22 snúist ekki um réttindabaráttu eða hagsmunagæslu samkynhneigðra heldur baráttu gegn réttindum og hagsmunum annarra hópa,“ segir í aðsendu greininni á Vísi í dag.
Hinsegin Félagasamtök Tengdar fréttir Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. 24. apríl 2023 12:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira
Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. 24. apríl 2023 12:00