Innlent

4,2 stiga skjálfti vestur af Gríms­ey

Bjarki Sigurðsson skrifar
Töluvert hefur verið um jarðskjálfta vestur af Grímsey eftir stóra skjálftann.
Töluvert hefur verið um jarðskjálfta vestur af Grímsey eftir stóra skjálftann. Myndin er úr safni

Stór jarðskjálfti varð tæplega 35 kílómetra vestur af Grímsey klukkan átta í morgun. Skjálftinn varð á tíu kílómetra dýpi og hafa þó nokkrir eftirskjálftar yfir tveimur að stærð mælst.

Nokkrum mínútum áður höfðu minni skjálftar mælst en eftirskjálftarnir eru töluvert fleiri. Enginn þeirra var þó yfir þrír að stærð en sá stærsti mældist 2,6.

Skjálftinn varð þar sem stjarnan er.Fleiri fréttir

Sjá meira


×