Styrkir úr sögunni vegna stóraukinna veikinda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2023 16:44 Framkvæmdastjóri BHM vonar að heilsan batni hjá félagsmönnum eftir því sem fjær líður kórónuveirufaraldrinum. Bjartari tímar séu fram undan. BHM Gleraugna- og tannviðgerðastyrkir eru á meðal þeirra styrkja sem heyra sögunni til hjá Bandalagi háskólamanna. Ástæðan er stóraukin sókn félagsmanna í sjúkradagpeninga sem er í forgangi hjá félaginu. Í BHM eru 27 aðildarfélög og félagar rúmlega sextán þúsund. Þetta fólk getur ekki lengur sótt um styrk fyrir gleraugnakaupum eða tannviðgerðum. Aðrir styrkir hafa sumir hverjir lækkað og heildartímabil sjúkradagpeninga sömuleiðis um þriðjung. Breytingarnar eru nýlegar, svo nýlegar að Friðrik Jónsson formaður kom af fjöllum og vísaði á framkvæmdastjórann Gissur Kolbeinsson þegar blaðamaður sló á þráðinn í hádeginu. Gissur þekkti þó til málsins og útskýrði að styrktarsjóðurinn sé sjálfstæður lögaðili með eigin stjórn. Þær væru nauðsynlegar vegna þess hve miklir peningar streymdu úr styrktarsjóði til félagsmanna sem hefðu þegar klárað veikindaréttinn á vinnustað sínum. „Veikindatíðini okkar fólks hjá hinu opinbera er að aukast. Það kallar á stóraukið útstreymi fjármagns,“ segir Gissur. Hann lýsir breytingunum sem „groddaralegum sveiflum“ á milli ára. Sjúkradagpeningar BHM Greiddir eru sjúkradagpeningar vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sem nema 80% af grunni inngreiðslna í sjóðinn sl. 4 mánuði fyrir óvinnufærni, þó að hámarki 713.000 krónur í allt að 4 mánuði. Sjúkradagpeningar eru greiddir til viðbótar við sjúkradagpeninga frá Sjúkratryggingum Íslands. Samanlagðar skattskyldar tekjur skulu aldrei nema hærri fjárhæð en tekjutap sem til verður vegna veikinda eða slysa. Sjúkradagpeningar geta aldrei verið hærri en atvinnuleysisbætur sem fallið hafa niður. Allar skattskyldar greiðslur frá öðrum aðilum, svo sem Tryggingastofnun ríkisins eða lífeyrissjóði, umfram 20% af grunni inngreiðslna sl. 4 mánuði koma að fullu til frádráttar dagpeningum frá sjóðnum. Réttur til sjúkradagpeninga tekur mið af fjölda iðgjaldagreiðslna í sjóðinn sl. 4 mánuði. Þannig hefur umsækjandi sem greitt hefur verið fyrir í 3 mánuði áunnið sér rétt til sjúkradagpeningagreiðslu í 3 mánuði. Sjúkradagpeningar eru að hámarki greiddir í 3 mánuði afturvirkt miðað við umsóknardag. Félagar öðlast rétt til sjúkradagpeninga að nýju eftir 12 mánaða iðgjaldagreiðslu eftir að fyrra bótatímabili lýkur, og öðlast þá hálfan rétt, en fullan eftir 24 mánuði. Gissur segir að fyrir vikið þurfi að skera aðra styrki niður á móti svo hægt verði áfram að veita styrki fyrir framfærslu í veikindum. Sá réttur minnkar þó líka. Var sex mánuðir en verður nú fjórir mánuðir. Styrkirnir sem falla út heyra ekki undir grundvallarmarkmið styrktarsjóðsins. „Þarna er verið að fara leið sem snertir kannski færri,“ segir Gissur um áhrif þeirra styrkja sem falla út. Ákvörðunin sé ekki einföld en vel ígrunduð. Gissur Kolbeinsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá BHM.BHM „Við fáum auðvitað viðbrögð frá okkar fólki. Sem betur fer sýnir fólk þessu skilning, heilt yfir. Það áttar sig á stöðunni. Það þarf að skera niður kostnað til að eiga fyrir styrkjum.“ Vonir standi til að þróunin, þessi auknu veikindi félagsmanna, hjaðni og ástandið batni. „Svo okkur gefist kostur á að snúa þróuninni við.“ Ekki einsdæmi Aukin veikindi félagsmanna BHM eru ekki einsdæmi þessi misserin. Fram kom í Morgnublaðinu í október í fyrra að tæplega fimm hundruð hjúkrunarfræðingar hefðu fengið sjúkradagpeninga úr styrktarsjóði Félags íslenska hjúkrunarfræðinga árið 2021. Aukningin frá árinu 2019 hefði verið um 90%. Þá hækkuðu greiðslur úr sjúkrasjóði Verkalýðsfélags Vestfirðinga um 57 prósent árið 2021 og 27 prósent í tilfelli Einingar-Iðju í Eyjafirði. Vegna þessa hefðu ýmsir sjúkra- og styrktarsjóðir neyðst til að lækka aðra styrki til að standa undir greiðslum sjúkradagpeninga, aðalhlutverki sjóðanna. Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Í BHM eru 27 aðildarfélög og félagar rúmlega sextán þúsund. Þetta fólk getur ekki lengur sótt um styrk fyrir gleraugnakaupum eða tannviðgerðum. Aðrir styrkir hafa sumir hverjir lækkað og heildartímabil sjúkradagpeninga sömuleiðis um þriðjung. Breytingarnar eru nýlegar, svo nýlegar að Friðrik Jónsson formaður kom af fjöllum og vísaði á framkvæmdastjórann Gissur Kolbeinsson þegar blaðamaður sló á þráðinn í hádeginu. Gissur þekkti þó til málsins og útskýrði að styrktarsjóðurinn sé sjálfstæður lögaðili með eigin stjórn. Þær væru nauðsynlegar vegna þess hve miklir peningar streymdu úr styrktarsjóði til félagsmanna sem hefðu þegar klárað veikindaréttinn á vinnustað sínum. „Veikindatíðini okkar fólks hjá hinu opinbera er að aukast. Það kallar á stóraukið útstreymi fjármagns,“ segir Gissur. Hann lýsir breytingunum sem „groddaralegum sveiflum“ á milli ára. Sjúkradagpeningar BHM Greiddir eru sjúkradagpeningar vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sem nema 80% af grunni inngreiðslna í sjóðinn sl. 4 mánuði fyrir óvinnufærni, þó að hámarki 713.000 krónur í allt að 4 mánuði. Sjúkradagpeningar eru greiddir til viðbótar við sjúkradagpeninga frá Sjúkratryggingum Íslands. Samanlagðar skattskyldar tekjur skulu aldrei nema hærri fjárhæð en tekjutap sem til verður vegna veikinda eða slysa. Sjúkradagpeningar geta aldrei verið hærri en atvinnuleysisbætur sem fallið hafa niður. Allar skattskyldar greiðslur frá öðrum aðilum, svo sem Tryggingastofnun ríkisins eða lífeyrissjóði, umfram 20% af grunni inngreiðslna sl. 4 mánuði koma að fullu til frádráttar dagpeningum frá sjóðnum. Réttur til sjúkradagpeninga tekur mið af fjölda iðgjaldagreiðslna í sjóðinn sl. 4 mánuði. Þannig hefur umsækjandi sem greitt hefur verið fyrir í 3 mánuði áunnið sér rétt til sjúkradagpeningagreiðslu í 3 mánuði. Sjúkradagpeningar eru að hámarki greiddir í 3 mánuði afturvirkt miðað við umsóknardag. Félagar öðlast rétt til sjúkradagpeninga að nýju eftir 12 mánaða iðgjaldagreiðslu eftir að fyrra bótatímabili lýkur, og öðlast þá hálfan rétt, en fullan eftir 24 mánuði. Gissur segir að fyrir vikið þurfi að skera aðra styrki niður á móti svo hægt verði áfram að veita styrki fyrir framfærslu í veikindum. Sá réttur minnkar þó líka. Var sex mánuðir en verður nú fjórir mánuðir. Styrkirnir sem falla út heyra ekki undir grundvallarmarkmið styrktarsjóðsins. „Þarna er verið að fara leið sem snertir kannski færri,“ segir Gissur um áhrif þeirra styrkja sem falla út. Ákvörðunin sé ekki einföld en vel ígrunduð. Gissur Kolbeinsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá BHM.BHM „Við fáum auðvitað viðbrögð frá okkar fólki. Sem betur fer sýnir fólk þessu skilning, heilt yfir. Það áttar sig á stöðunni. Það þarf að skera niður kostnað til að eiga fyrir styrkjum.“ Vonir standi til að þróunin, þessi auknu veikindi félagsmanna, hjaðni og ástandið batni. „Svo okkur gefist kostur á að snúa þróuninni við.“ Ekki einsdæmi Aukin veikindi félagsmanna BHM eru ekki einsdæmi þessi misserin. Fram kom í Morgnublaðinu í október í fyrra að tæplega fimm hundruð hjúkrunarfræðingar hefðu fengið sjúkradagpeninga úr styrktarsjóði Félags íslenska hjúkrunarfræðinga árið 2021. Aukningin frá árinu 2019 hefði verið um 90%. Þá hækkuðu greiðslur úr sjúkrasjóði Verkalýðsfélags Vestfirðinga um 57 prósent árið 2021 og 27 prósent í tilfelli Einingar-Iðju í Eyjafirði. Vegna þessa hefðu ýmsir sjúkra- og styrktarsjóðir neyðst til að lækka aðra styrki til að standa undir greiðslum sjúkradagpeninga, aðalhlutverki sjóðanna.
Sjúkradagpeningar BHM Greiddir eru sjúkradagpeningar vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sem nema 80% af grunni inngreiðslna í sjóðinn sl. 4 mánuði fyrir óvinnufærni, þó að hámarki 713.000 krónur í allt að 4 mánuði. Sjúkradagpeningar eru greiddir til viðbótar við sjúkradagpeninga frá Sjúkratryggingum Íslands. Samanlagðar skattskyldar tekjur skulu aldrei nema hærri fjárhæð en tekjutap sem til verður vegna veikinda eða slysa. Sjúkradagpeningar geta aldrei verið hærri en atvinnuleysisbætur sem fallið hafa niður. Allar skattskyldar greiðslur frá öðrum aðilum, svo sem Tryggingastofnun ríkisins eða lífeyrissjóði, umfram 20% af grunni inngreiðslna sl. 4 mánuði koma að fullu til frádráttar dagpeningum frá sjóðnum. Réttur til sjúkradagpeninga tekur mið af fjölda iðgjaldagreiðslna í sjóðinn sl. 4 mánuði. Þannig hefur umsækjandi sem greitt hefur verið fyrir í 3 mánuði áunnið sér rétt til sjúkradagpeningagreiðslu í 3 mánuði. Sjúkradagpeningar eru að hámarki greiddir í 3 mánuði afturvirkt miðað við umsóknardag. Félagar öðlast rétt til sjúkradagpeninga að nýju eftir 12 mánaða iðgjaldagreiðslu eftir að fyrra bótatímabili lýkur, og öðlast þá hálfan rétt, en fullan eftir 24 mánuði.
Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira