Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Félagslegar hamfarir eru í uppsiglingu að mati formanns Leigjendasamtakanna en hann segir líklegra fyrir suma að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði. Samkvæmt nýrri úttekt samtakanna vill aðeins einn af hverjum tíu vera á leigumarkaði og fjárfestar sópa til sín húsnæði með tilheyrandi afleiðingum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þá tökum við stöðuna á riðuveiki í Húnaþingi vestra en ekki liggur enn fyrir hvort hægt verði að skera um sjö hundruð fjár á sveitabæ í Miðfirði, þar sem riða greindist fyrir helgi. Yfirdýralæknir óttast að riða greinist á fleiri bæjum.

Mjög mikil óánægja er meðal starfsmanna Háskóla Íslands vegna fyrirhugaðra breytinga á vinnurými að sögn prófessors við skólann. Rannsóknir sýni að afköst og starfsánægja minnki við breytingarnar. Leita þurfi annarra lausna.

Við fjöllum einnig um leit lögreglu að ungri stúlku í Danmörku sem fékk farsælan endi í dag, ræðum við íþróttaþjálfara í Breiðholti sem segir stjórnvöld of upptekin af átaksverkefnum og sýnum frá aldarafmælishátíð Borgarbókasafnsins. 

Þá verðum við í beinni útsendingu frá óhefðbundinni listasýningu í Gufunesi, þar sem systir listakonunnar heiðrar minningu hennar, og Magnús Hlynur kíkir á hrafnapar á Selfossi sem enn og aftur hefur hreiðrað um sig í þakskeggi verslunar BYKO.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×