Lífið

Hlaupadrottningin Mari gefur Tómasi séns

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Tómas Guðbjartsson hefur boðist til að hjálpa Mari Järsk að hætta að reykja.
Tómas Guðbjartsson hefur boðist til að hjálpa Mari Järsk að hætta að reykja. Vísir/Arnar

Ofurhlaupakonan Mari Järsk stefnir á að hætta að reykja með aðstoð Tómasar Guðbjartssonar hjarta- og lungnaskurðlæknis en hún hefur reykt síðan á unglingsaldri.

„Tómas hjartalæknir langar að hjálpa mér að hætta reykja?? Eigum við gefa honum séns? Ég er allavega SPENNTUST,“ skrifar Mari við mynd af sér og Tómasi á samfélagsmiðlum á dögunum.

Leiðir Mari og Tómasar liggja saman vegna heimildaþátta um Mari sem fara í loftið á Stöð 2 í haust sem fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir vinnur að.

Reykti eina sígarettu milli hringja 

Mari hafnaði í öðru sæti á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum í Elliðaárdal í október í fyrra en hún reykti eina sígarettu á milli hringja.

Hver hringur var sjö kílómetrar og Mari hljóp nærri 250 kílómetra. 

Tómas tjáði sig eftirminnilega um flottan árangur Mari á samfélagsmiðlum í kjölfar hlaupsins í fyrra. Þar sagði hann hana geta orðið enn betri hlaupara, jafnvel á heimsmælikvarða, ef hún segði skilið við sígaretturnar.

Mari var spurð út í færsluna í Reykjavík síðdegis á þeim tíma og var ekki sammála skoðun Tómasar.

„Ég trúi því bara ekki að þegar maður er búinn að reykja allt sitt líf að það tekur tíma að ná ónæmiskerfinu að lifa án þess,“ sagði Mari sem hugðist ekki ætla að hætta að reykja á þeim tíma.  

Tómas sagðist vilja ræða málefnið nánar við Mari.

„Við þurfum bara að hittast en ég ætla ekki að fara út að hlaupa með henni, þá myndi hún skilja mig eftir,“ sagði Tómas einnig í þætti Reykjavík síðdegis. 

Nú um það bil sex mánuðum síðar virðist samtal þeirra komið í farveg og Mari tilbúin að slökkva í sígarettunni.


Tengdar fréttir

Vildi hlaupa lengur eftir að Mari datt úr leik

Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum, hefði viljað hlaupa í tvo sólarhringa á Íslandsmótinu sem fór fram um helgina og kláraðist um miðnætti aðfaranótt mánudagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×