Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2023 11:16 Upp komst í byrjun árs 2019. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. Upp komst í byrjun árs 2019 að bílaleigan hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem voru seldir og hóf lögregla í kjölfarið rannsókn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en í frétt RÚV segir að Haraldur Sveinn hafi ekki mætt fyrir dóm. Verjandi hans hafi þó sagt að Haraldur hafi ekki átt heimangengt en að hann vilji koma sem fyrst fyrir dóm til að lýsa afstöðu sinni til ákæruefnisins. Fram kom að Haraldur hafi játað verknaðinn við rannsókn og sagðist verjandinn reikna með að afstaða fyrir dómi yrði sú sama. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að Haraldur sé ákærður fyrir skjalafals, en fjársvik til vara. Er hann sagður hafa fengið annan mann til að falsa með rafrænum hætti kílómetramælana í aksturstölvum þannig að þeir sýndu færri ekna kílómetra. Þannig hafi hann ætlað að blekkja kaupendur bílanna, auðvelda endursöluna og fá hærra verð fyrir bílana. Sömuleiðis hafi Haraldur látið breyta stöðu á kílómetramælum í Rentcentric-tölvukerfi bílaleigunnar til að samræma skráðar upplýsingar í kerfinu þannig að rangar upplýsingar myndu skila sér í gerða kaupsamninga, asöl og önnur heimildarskjöl við eigendaskipti. Fram kemur að bílarnir hafi verið seldir á tímabilinu 2014 til 2018. Hafi komið fram að mælarnir hafi í mörgum tilvikum verið lækkaðir um tugi þúsunda, mest rúmlega 50 þúsund kólómetra. Sex kaupendur bíla fara fram á skaðabætur í málinu, allt frá 310 þúsund krónum upp í rúmlega 1,1 milljón króna, auk dráttarvaxta. Procar Bílaleigur Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. 16. desember 2021 16:45 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Upp komst í byrjun árs 2019 að bílaleigan hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem voru seldir og hóf lögregla í kjölfarið rannsókn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en í frétt RÚV segir að Haraldur Sveinn hafi ekki mætt fyrir dóm. Verjandi hans hafi þó sagt að Haraldur hafi ekki átt heimangengt en að hann vilji koma sem fyrst fyrir dóm til að lýsa afstöðu sinni til ákæruefnisins. Fram kom að Haraldur hafi játað verknaðinn við rannsókn og sagðist verjandinn reikna með að afstaða fyrir dómi yrði sú sama. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að Haraldur sé ákærður fyrir skjalafals, en fjársvik til vara. Er hann sagður hafa fengið annan mann til að falsa með rafrænum hætti kílómetramælana í aksturstölvum þannig að þeir sýndu færri ekna kílómetra. Þannig hafi hann ætlað að blekkja kaupendur bílanna, auðvelda endursöluna og fá hærra verð fyrir bílana. Sömuleiðis hafi Haraldur látið breyta stöðu á kílómetramælum í Rentcentric-tölvukerfi bílaleigunnar til að samræma skráðar upplýsingar í kerfinu þannig að rangar upplýsingar myndu skila sér í gerða kaupsamninga, asöl og önnur heimildarskjöl við eigendaskipti. Fram kemur að bílarnir hafi verið seldir á tímabilinu 2014 til 2018. Hafi komið fram að mælarnir hafi í mörgum tilvikum verið lækkaðir um tugi þúsunda, mest rúmlega 50 þúsund kólómetra. Sex kaupendur bíla fara fram á skaðabætur í málinu, allt frá 310 þúsund krónum upp í rúmlega 1,1 milljón króna, auk dráttarvaxta.
Procar Bílaleigur Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. 16. desember 2021 16:45 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. 16. desember 2021 16:45
Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01