Innlent

Bein út­sending: Náttúru­vá - hættu­mat og vöktun

Atli Ísleifsson skrifar
Starfshópurinn var skipaður í kjölfar þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi í mars 2021.
Starfshópurinn var skipaður í kjölfar þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi í mars 2021. Vísir/Egill

Skýrsla starfshóps um stöðumat og áskoranir varðandi mat og endurmótun á tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvár verður kynnt í Kaldalóni í Hörpu klukkan 10.

Hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinu streymi í spilara að neðan.

Í tilkynningu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu segir að starfshópurinn var skipaður í kjölfar þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi í mars 2021.

„Hópurinn hefur skilað Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skýrslu sinni og verða niðurstöður hennar kynntar á fundinum.

Þar verða m.a. dregnar fram þær áherslur og verkefni sem nauðsynlegt er að halda áfram með, eða ráðast í innan málaflokksins á komandi árum til að auka seiglu íslensks samfélags og draga úr tjóni vegna náttúruvár, ekki síst vegna áhrifa loftslagsbreytinga,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×