Greiddu 53 milljónir til SGS í fyrra en sæki enga þjónustu þangað Bjarki Sigurðsson skrifar 11. apríl 2023 16:59 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir Formaður Eflingar segir mögulega úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandinu (SGS) ekki tengjast óeiningu í kjarasamningsviðræðum í vetur. Hún segir að boðað verði til félagsfundar á næstu dögum þar sem ákveðið verður hvort úrsögnin fari í allsherjaratkvæðagreiðslu eða ekki. Í gær var greint frá því að trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafi samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan SGS verður til umræðu. Á fundinum verður ákveðið hvort málið verði látið niður falla eða fari til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal meðlima. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að þetta hafi lengi verið til umræðu innan félagsins. Ástæðan sé sú að Efling sæki enga þjónustu til SGS. „Á síðasta ári greiddum við í skatta þangað 53 milljónir króna. Við notfærum okkur ekki þjónustu þeirra og erum algjörlega sjálfbær í því. Við höfum innan stjórnar trúnaðarráðs og innan samninganefndar félagsins komist að þeirri niðurstöðu að nú sé tímabært að sjá hvaða skoðun félagsfólk hafi á þessu. Hvort þau séu sammála okkur í því að hagsmunum okkar sé betur borgið með sjálfstæðri aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ),“ segir Sólveig. Skuli Efling ganga úr SGS getur félagið samt sem áður verið aðildarfélag ASÍ en hingað til hefur félagið verið með aðild að sambandinu í gegnum SGS. Á næstu dögum verður boðað til félagsfundar og fer hann fram í þar næstu viku. Fari svo að fundargestir fallist á tillögu um allsherjaratkvæðagreiðslu verður boðað til hennar. Aðspurð hvort úrsögnin tengist deilum SGS og Eflingar í kringum kjaraviðræður í vetur segir Sólveig að svo sé ekki. „Það hlýtur að vera öllum ljóst að forysta Eflingar og forysta SGS hafa ekki verið sammála um margt í vetur en það er ekki það sem ræður för í þessari ákvörðun,“ segir Sólveig. Stéttarfélög Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Í gær var greint frá því að trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafi samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan SGS verður til umræðu. Á fundinum verður ákveðið hvort málið verði látið niður falla eða fari til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal meðlima. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að þetta hafi lengi verið til umræðu innan félagsins. Ástæðan sé sú að Efling sæki enga þjónustu til SGS. „Á síðasta ári greiddum við í skatta þangað 53 milljónir króna. Við notfærum okkur ekki þjónustu þeirra og erum algjörlega sjálfbær í því. Við höfum innan stjórnar trúnaðarráðs og innan samninganefndar félagsins komist að þeirri niðurstöðu að nú sé tímabært að sjá hvaða skoðun félagsfólk hafi á þessu. Hvort þau séu sammála okkur í því að hagsmunum okkar sé betur borgið með sjálfstæðri aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ),“ segir Sólveig. Skuli Efling ganga úr SGS getur félagið samt sem áður verið aðildarfélag ASÍ en hingað til hefur félagið verið með aðild að sambandinu í gegnum SGS. Á næstu dögum verður boðað til félagsfundar og fer hann fram í þar næstu viku. Fari svo að fundargestir fallist á tillögu um allsherjaratkvæðagreiðslu verður boðað til hennar. Aðspurð hvort úrsögnin tengist deilum SGS og Eflingar í kringum kjaraviðræður í vetur segir Sólveig að svo sé ekki. „Það hlýtur að vera öllum ljóst að forysta Eflingar og forysta SGS hafa ekki verið sammála um margt í vetur en það er ekki það sem ræður för í þessari ákvörðun,“ segir Sólveig.
Stéttarfélög Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira