Komum í kvennaathvarfið fjölgað mikið á milli ára Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 8. apríl 2023 19:50 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. vísir/steingrímur Dúi Komum í kvennaathvarfið fjölgaði mikið milli áranna 2021 og 2022, þetta sýnir komandi ársskýrsla athvarfsins. Framkvæmdastýra segir að margar ástæður geti skýrt aukninguna, ein sé aukin þekking almennings á starfseminni. Þegar komið er í kvennaathvarfið á ótilgreindum stað á höfuðborgarsvæðinu blasa við manni skemmtilegar skreytingar. Þær konur sem dvelja þar núna eru af einum sex þjóðernum svo páskaskreytingarnar koma úr ýmsum áttum, þá er einnig skreytt í tilefni af Ramadan mánuðinum, sem múslimar halda heilagan nú um þessar mundir. Talsverð fjölgun hefur orðið á komum í athvarfið. Árið 2021 þurftu 112 konur að dvelja í lengri eða skemmri tíma þar, árið 2022 var talan komin upp í 172 konur. Dvöl kvennana getur verið með mjög mismunandi hætti. Sumar dvelja hluta úr degi en aðrar í marga mánuði, en meðaldvöl er um það bil 19. dagar. Framkvæmdastýra félagsins telur margar ástæður geta skýrt fjölgunina. „Þetta er alveg fjölgun, töluverð fjölgun. Við teljum að þetta geti verið aukin meðvitund og minni feimni við að leita sér aðstoðar. Það er líka fjölgun á að konur komi í viðtöl til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Eins sé almenningur orðinn duglegri við að hringja í athvarfið og fá ráðgjöf ef upp koma áhyggjur. „Það er fólk sem vinnur í þjónustu, kennarar, nágrannar, fjölskyldur sem hringja hingað til að fá ráðgjöf um hvernig eigi að snúa sér. Hér er opinn neyðarsími allan sólarhringinn, við hvetjum konur til að leita sér aðstoðar. Það er oft þannig að konur átti sig ekki á því að það sé í ofbeldissambandi og þá er oft gott að koma og fá að spegla það.“ Núverandi húsnæði hentar ekki öllum, aðgengi fyrir fatlaða er ábótavant til dæmis, það standi þó allt til bóta og nýtt húsnæði er í bígerð. „Við erum komin með lóð frá Reykjavíkurborg og sjáum fram á að klára söfnun og skipulagningu á þessu ári og að hefjast handa við að byggja á því næsta. Við erum virkilega spenntar fyrir því, bæði til að geta veitt aðgengi fyrir fleiri konur en einnig til að auka á þjónustuna enn frekar,“ segir Linda að lokum. Kvennaathvarfið Jafnréttismál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Þegar komið er í kvennaathvarfið á ótilgreindum stað á höfuðborgarsvæðinu blasa við manni skemmtilegar skreytingar. Þær konur sem dvelja þar núna eru af einum sex þjóðernum svo páskaskreytingarnar koma úr ýmsum áttum, þá er einnig skreytt í tilefni af Ramadan mánuðinum, sem múslimar halda heilagan nú um þessar mundir. Talsverð fjölgun hefur orðið á komum í athvarfið. Árið 2021 þurftu 112 konur að dvelja í lengri eða skemmri tíma þar, árið 2022 var talan komin upp í 172 konur. Dvöl kvennana getur verið með mjög mismunandi hætti. Sumar dvelja hluta úr degi en aðrar í marga mánuði, en meðaldvöl er um það bil 19. dagar. Framkvæmdastýra félagsins telur margar ástæður geta skýrt fjölgunina. „Þetta er alveg fjölgun, töluverð fjölgun. Við teljum að þetta geti verið aukin meðvitund og minni feimni við að leita sér aðstoðar. Það er líka fjölgun á að konur komi í viðtöl til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Eins sé almenningur orðinn duglegri við að hringja í athvarfið og fá ráðgjöf ef upp koma áhyggjur. „Það er fólk sem vinnur í þjónustu, kennarar, nágrannar, fjölskyldur sem hringja hingað til að fá ráðgjöf um hvernig eigi að snúa sér. Hér er opinn neyðarsími allan sólarhringinn, við hvetjum konur til að leita sér aðstoðar. Það er oft þannig að konur átti sig ekki á því að það sé í ofbeldissambandi og þá er oft gott að koma og fá að spegla það.“ Núverandi húsnæði hentar ekki öllum, aðgengi fyrir fatlaða er ábótavant til dæmis, það standi þó allt til bóta og nýtt húsnæði er í bígerð. „Við erum komin með lóð frá Reykjavíkurborg og sjáum fram á að klára söfnun og skipulagningu á þessu ári og að hefjast handa við að byggja á því næsta. Við erum virkilega spenntar fyrir því, bæði til að geta veitt aðgengi fyrir fleiri konur en einnig til að auka á þjónustuna enn frekar,“ segir Linda að lokum.
Kvennaathvarfið Jafnréttismál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira