Diddy segist þurfa að borga Sting 5.000 Bandaríkjadali á dag til dauðadags Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2023 16:45 Sting og Diddy saman á Grammy-hátíðinni 2018. Christopher Polk/Getty Tónlistarmógullinn Diddy, einnig þekktur sem Sean Combs eða Puff Daddy, greindi frá því nýverið að hann þurfi að borga tónlistarmanninum Sting fimm þúsund Bandaríkjadali á dag vegna lagabúts sem hann fékk ekki leyfi fyrir árið 1997. Ástæðan ku vera að þegar Diddy gaf út lagið sitt I'll Be Missing You notaði hann hljóðbút úr laginu Every Breath You Take eftir Police frá 1983. Hins vegar gleymdi Diddy að biðja um leyfi fyrir notkun á hljóðbútnum. Fyrir vikið segist hann hafa neyðst til að borga fasta summu fyrir notkunina á hverjum degi síðan. Árið 2018 fór Sting í viðtal hjá The Breakfast Club þar sem hann staðfesti þann orðróm að Diddy þyrfti að borga honum tvö þúsund Bandaríkjadali á hverjum degi. Myndbandsklippa úr þættinum fór nýverið aftur á flug og í gær deildi Diddy myndbroti úr þættinum á Twitter. Þar leiðrétti hann Sting og sagði að upphæðin væri í raun fimm þúsund Bandaríkjadalir á dag. Nope. 5K a day. Love to my brother @OfficialSting! https://t.co/sHdjd0UZEy— LOVE (@Diddy) April 5, 2023 Frá því að I'll Be Missing You kom út 7. maí árið 1997 hafa liðið 9.465 dagar. Að því gefnu að Diddy sé búinn að borga fimm þúsund Bandaríkjadali á dag reiknast manni til að hann sé búinn að borga Sting rúmlega 47 milljónir Bandaríkjadala. Líklega hafa orðið einhverjar breytingar á summunni með tilliti til verðbólgu og útbreiðslu lagsins. Þó er ljóst að kostnaður Diddy hleypur á mörgum milljónum. Þrátt fyrir þennan kostnað Diddy eru hann og Sting góðir félagar í dag enda eru fimmþúsund dalir eflaust aðeins dropi í hafið fyrir atorkusaman athafnamann eins og Diddy. Tónlist Hollywood Höfundarréttur Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Ástæðan ku vera að þegar Diddy gaf út lagið sitt I'll Be Missing You notaði hann hljóðbút úr laginu Every Breath You Take eftir Police frá 1983. Hins vegar gleymdi Diddy að biðja um leyfi fyrir notkun á hljóðbútnum. Fyrir vikið segist hann hafa neyðst til að borga fasta summu fyrir notkunina á hverjum degi síðan. Árið 2018 fór Sting í viðtal hjá The Breakfast Club þar sem hann staðfesti þann orðróm að Diddy þyrfti að borga honum tvö þúsund Bandaríkjadali á hverjum degi. Myndbandsklippa úr þættinum fór nýverið aftur á flug og í gær deildi Diddy myndbroti úr þættinum á Twitter. Þar leiðrétti hann Sting og sagði að upphæðin væri í raun fimm þúsund Bandaríkjadalir á dag. Nope. 5K a day. Love to my brother @OfficialSting! https://t.co/sHdjd0UZEy— LOVE (@Diddy) April 5, 2023 Frá því að I'll Be Missing You kom út 7. maí árið 1997 hafa liðið 9.465 dagar. Að því gefnu að Diddy sé búinn að borga fimm þúsund Bandaríkjadali á dag reiknast manni til að hann sé búinn að borga Sting rúmlega 47 milljónir Bandaríkjadala. Líklega hafa orðið einhverjar breytingar á summunni með tilliti til verðbólgu og útbreiðslu lagsins. Þó er ljóst að kostnaður Diddy hleypur á mörgum milljónum. Þrátt fyrir þennan kostnað Diddy eru hann og Sting góðir félagar í dag enda eru fimmþúsund dalir eflaust aðeins dropi í hafið fyrir atorkusaman athafnamann eins og Diddy.
Tónlist Hollywood Höfundarréttur Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira