Fjármálaáætlun dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskrar tungu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2023 13:22 Eiríkur Rögnvaldsson segir fjármálaáætlun vekja litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún er í nú. Stöð 2 Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir að fjármálaáætlun sé dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskunnar. Hún veki litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún sé nú í. Hann segir raunverulega hættu á því að hér á landi verði til samfélög fólks sem ekki tali íslensku. Það sé alvarlegt fyrir lýðræðið ef stórir hópar fólks geti ekki tekið þátt í samfélagslegri umræðu. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni rýndi í fjármálaáætlun 2024 til 2028 og þótti ekki mikil til hennar koma hvað íslenskt tungumál varðar. „Það er ekki að sjá neinar ákveðnar aðgerðir. Það er talað um að það sé eitthvað í undirbúningi og eitthvað svoleiðis en það eru engar ákveðnar aðgerðir, hvað þá fjármögnun.“ Eiríkur skrifaði grein á Vísi af þessu tilefni þar sem hann sagði að langstærsta áskorun íslenskunnar, um þessar mundir og á næstu árum, sé mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Ný fjármálaáætlun endurspegli ekki alvarleika málsins. „Hættan er sú að það myndist hérna - og það er þegar byrjað að myndast hérna - einangruð samfélög fólks sem kann ekki íslensku og þar sem íslenskan er ekki notuð. Þetta er stóralvarlegt mál frá svo mörgum sjónarhornum. Frá sjónarmiði íslenskunnar er hætta á að hún verði ekki aðalsamskiptamálið í landinu með þessu áframhaldi. Við sem erum Íslenskumælandi, við munum líka nota meiri og meiri ensku þá í samskiptum við þau sem ekki eru íslenskumælandi. Svo er þetta náttúrulega stóralvarlegt fyrir lýðræðið ef það verða til stórir hópar fólks sem ekki geta tekið þátt í lýðræðislegri umræðu í samfélaginu.“ Eiríkur kallar eftir stórátaki í kennslu íslensku sem annað mál. „Það eru alltaf að koma fréttir af máltækniátaki stjórnvalda – af góðum árangri þess - við höfum séð að ef við virkilega tökum til hendinni og gerum átak í málum sem varða íslenskuna þá skilar það árangri.“ Í upphafi skyldi endinn skoða. „Það er svo óskaplega erfitt að snúa þróuninni við. Þegar við erum búin að missa ákveðin svið frá íslenskunni þá er rosalega erfitt að ná þeim til baka og þegar er kominn einhver ákveðinn fjöldi fólks sem býr hér og kann ekki íslensku þá erum við eiginlega komin í óviðráðanlega stöðu.“ Íslensk tunga Innflytjendamál Tengdar fréttir Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. 4. apríl 2023 09:01 Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59 Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni rýndi í fjármálaáætlun 2024 til 2028 og þótti ekki mikil til hennar koma hvað íslenskt tungumál varðar. „Það er ekki að sjá neinar ákveðnar aðgerðir. Það er talað um að það sé eitthvað í undirbúningi og eitthvað svoleiðis en það eru engar ákveðnar aðgerðir, hvað þá fjármögnun.“ Eiríkur skrifaði grein á Vísi af þessu tilefni þar sem hann sagði að langstærsta áskorun íslenskunnar, um þessar mundir og á næstu árum, sé mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Ný fjármálaáætlun endurspegli ekki alvarleika málsins. „Hættan er sú að það myndist hérna - og það er þegar byrjað að myndast hérna - einangruð samfélög fólks sem kann ekki íslensku og þar sem íslenskan er ekki notuð. Þetta er stóralvarlegt mál frá svo mörgum sjónarhornum. Frá sjónarmiði íslenskunnar er hætta á að hún verði ekki aðalsamskiptamálið í landinu með þessu áframhaldi. Við sem erum Íslenskumælandi, við munum líka nota meiri og meiri ensku þá í samskiptum við þau sem ekki eru íslenskumælandi. Svo er þetta náttúrulega stóralvarlegt fyrir lýðræðið ef það verða til stórir hópar fólks sem ekki geta tekið þátt í lýðræðislegri umræðu í samfélaginu.“ Eiríkur kallar eftir stórátaki í kennslu íslensku sem annað mál. „Það eru alltaf að koma fréttir af máltækniátaki stjórnvalda – af góðum árangri þess - við höfum séð að ef við virkilega tökum til hendinni og gerum átak í málum sem varða íslenskuna þá skilar það árangri.“ Í upphafi skyldi endinn skoða. „Það er svo óskaplega erfitt að snúa þróuninni við. Þegar við erum búin að missa ákveðin svið frá íslenskunni þá er rosalega erfitt að ná þeim til baka og þegar er kominn einhver ákveðinn fjöldi fólks sem býr hér og kann ekki íslensku þá erum við eiginlega komin í óviðráðanlega stöðu.“
Íslensk tunga Innflytjendamál Tengdar fréttir Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. 4. apríl 2023 09:01 Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59 Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. 4. apríl 2023 09:01
Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59
Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57