Fjármálaáætlun dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskrar tungu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2023 13:22 Eiríkur Rögnvaldsson segir fjármálaáætlun vekja litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún er í nú. Stöð 2 Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir að fjármálaáætlun sé dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskunnar. Hún veki litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún sé nú í. Hann segir raunverulega hættu á því að hér á landi verði til samfélög fólks sem ekki tali íslensku. Það sé alvarlegt fyrir lýðræðið ef stórir hópar fólks geti ekki tekið þátt í samfélagslegri umræðu. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni rýndi í fjármálaáætlun 2024 til 2028 og þótti ekki mikil til hennar koma hvað íslenskt tungumál varðar. „Það er ekki að sjá neinar ákveðnar aðgerðir. Það er talað um að það sé eitthvað í undirbúningi og eitthvað svoleiðis en það eru engar ákveðnar aðgerðir, hvað þá fjármögnun.“ Eiríkur skrifaði grein á Vísi af þessu tilefni þar sem hann sagði að langstærsta áskorun íslenskunnar, um þessar mundir og á næstu árum, sé mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Ný fjármálaáætlun endurspegli ekki alvarleika málsins. „Hættan er sú að það myndist hérna - og það er þegar byrjað að myndast hérna - einangruð samfélög fólks sem kann ekki íslensku og þar sem íslenskan er ekki notuð. Þetta er stóralvarlegt mál frá svo mörgum sjónarhornum. Frá sjónarmiði íslenskunnar er hætta á að hún verði ekki aðalsamskiptamálið í landinu með þessu áframhaldi. Við sem erum Íslenskumælandi, við munum líka nota meiri og meiri ensku þá í samskiptum við þau sem ekki eru íslenskumælandi. Svo er þetta náttúrulega stóralvarlegt fyrir lýðræðið ef það verða til stórir hópar fólks sem ekki geta tekið þátt í lýðræðislegri umræðu í samfélaginu.“ Eiríkur kallar eftir stórátaki í kennslu íslensku sem annað mál. „Það eru alltaf að koma fréttir af máltækniátaki stjórnvalda – af góðum árangri þess - við höfum séð að ef við virkilega tökum til hendinni og gerum átak í málum sem varða íslenskuna þá skilar það árangri.“ Í upphafi skyldi endinn skoða. „Það er svo óskaplega erfitt að snúa þróuninni við. Þegar við erum búin að missa ákveðin svið frá íslenskunni þá er rosalega erfitt að ná þeim til baka og þegar er kominn einhver ákveðinn fjöldi fólks sem býr hér og kann ekki íslensku þá erum við eiginlega komin í óviðráðanlega stöðu.“ Íslensk tunga Innflytjendamál Tengdar fréttir Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. 4. apríl 2023 09:01 Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59 Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni rýndi í fjármálaáætlun 2024 til 2028 og þótti ekki mikil til hennar koma hvað íslenskt tungumál varðar. „Það er ekki að sjá neinar ákveðnar aðgerðir. Það er talað um að það sé eitthvað í undirbúningi og eitthvað svoleiðis en það eru engar ákveðnar aðgerðir, hvað þá fjármögnun.“ Eiríkur skrifaði grein á Vísi af þessu tilefni þar sem hann sagði að langstærsta áskorun íslenskunnar, um þessar mundir og á næstu árum, sé mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Ný fjármálaáætlun endurspegli ekki alvarleika málsins. „Hættan er sú að það myndist hérna - og það er þegar byrjað að myndast hérna - einangruð samfélög fólks sem kann ekki íslensku og þar sem íslenskan er ekki notuð. Þetta er stóralvarlegt mál frá svo mörgum sjónarhornum. Frá sjónarmiði íslenskunnar er hætta á að hún verði ekki aðalsamskiptamálið í landinu með þessu áframhaldi. Við sem erum Íslenskumælandi, við munum líka nota meiri og meiri ensku þá í samskiptum við þau sem ekki eru íslenskumælandi. Svo er þetta náttúrulega stóralvarlegt fyrir lýðræðið ef það verða til stórir hópar fólks sem ekki geta tekið þátt í lýðræðislegri umræðu í samfélaginu.“ Eiríkur kallar eftir stórátaki í kennslu íslensku sem annað mál. „Það eru alltaf að koma fréttir af máltækniátaki stjórnvalda – af góðum árangri þess - við höfum séð að ef við virkilega tökum til hendinni og gerum átak í málum sem varða íslenskuna þá skilar það árangri.“ Í upphafi skyldi endinn skoða. „Það er svo óskaplega erfitt að snúa þróuninni við. Þegar við erum búin að missa ákveðin svið frá íslenskunni þá er rosalega erfitt að ná þeim til baka og þegar er kominn einhver ákveðinn fjöldi fólks sem býr hér og kann ekki íslensku þá erum við eiginlega komin í óviðráðanlega stöðu.“
Íslensk tunga Innflytjendamál Tengdar fréttir Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. 4. apríl 2023 09:01 Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59 Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. 4. apríl 2023 09:01
Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59
Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?