Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 4. apríl 2023 09:01 Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. Í tengslum við dag íslenskrar tungu í haust var stofnuð sérstök ráðherranefnd um íslenska tungu samkvæmt tillögu forsætisráðherra, skipuð fimm ráðherrum, og er henni „ætlað að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast“ og „vinna markvisst að stefnumótun stjórnvalda og aðgerða í þágu tungumálsins“. Það hefði mátt ætla að þessa starfs sæi stað í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2024-2028 og þar eru þessi mál vissulega nefnd: „Árið 2022 voru um 10 þúsund erlendir ríkisborgarar sem fluttu til landsins umfram brottflutta. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram og að fjöldinn verði ekki minni í ár.“ Auk þeirra sem hingað koma í atvinnuleit hefur flóttafólki og fólki sem hefur verið veitt alþjóðleg vernd fjölgað mikið og í áætluninni er bent á að óvissa sé um efnahagsleg áhrif af þeirri fjölgun til skemmri og lengri tíma: „Til lengri tíma ráðast þau ekki síst af því hvernig fólkinu gengur að aðlagast íslensku samfélagi, vinnumarkaði og skólakerfi og hvernig tekst að tryggja aðgengi að íslenskukennslu.“ Þetta er grundvallaratriði. Í framhaldi af þessu hefði mátt búast við því að í áætluninni væri að finna fjármögnuð áform um stórátak í íslenskukennslu. En því er ekki að heilsa þótt vissulega sé vikið að mikilvægi íslenskukennslu á nokkrum stöðum, t.d. í kafla um leik- og grunnskóla: „Sú mikla áskorun menntakerfisins sem felst í auknum fjölda þessara nemenda [þ.e. af erlendum uppruna] og barna í leit að alþjóðlegri vernd kallar á […] styrkingu kennslu í íslensku sem öðru tungumáli.“ Í kafla um framhaldsfræðslu segir: „Aðgengi að íslenskunámi og samfélagsfræðslu þarf að vera auðvelt og verið er að þróa stuðningskerfi við starfstengt íslenskunám á vinnustað. Einnig hefur samstarfshópur hafið störf um úrbætur í íslenskukennslu […].“ Gott svo langt sem það nær. En það nær bara ekki langt. Þetta eru aðeins óskir og áform – engar aðgerðir, hvað þá fjármagn. Í viðauka áætlunarinnar er fjallað um stöðu og horfur á einstökum málefnasviðum í mörgum köflum sem öllum er skipt í undirkafla á sama hátt. Meðal undirkafla eru „Helstu áskoranir“, „Tækifæri til umbóta“ og „Áhættuþættir“. Það vekur sérstaka athygli að þörf fyrir íslenskukennslu er sjaldnast nefnd í köflum um helstu áskoranir – ekki í 10.05 Útlendingamál, ekki í 14.1 Ferðaþjónusta, og ekki í 29.7 Málefni innflytjenda og flóttafólks. Tækifæri sem íslenskukennsla skapar eru ekki heldur nefnd í köflum um tækifæri til umbóta, og áhættan af því að hér verði til samfélög fólks sem ekki talar íslensku er ekki nefnd í köflum um áhættu. Íslenskunám er þó nefnt í kafla um framhaldsfræðslu og í töflu í þeim kafla eru sett þau markmið að „fjöldi skráninga á íslenskunámskeið viðurkenndra fræðsluaðila“ fari úr 8.400 árið 2022 upp í 15.000 2028, og „hlutfall ánægðra og mjög ánægðra á þessum námskeiðum“ fari úr 40% í 70% á sama tíma. Ekkert kemur samt fram um það hvernig eigi að ná þessum markmiðum og ekki verður séð að til standi að auka fjárveitingar til málaflokksins að marki. Í heildina má segja að frá sjónarhóli íslenskrar tungu sé fjármálaáætlunin dapurleg lesning og veki litlar vonir um að íslenskan komist úr þeirri varnarstöðu sem hún er í. Við þurfum að gera miklu betur og það kostar mikið fé – eru stjórnvöld kannski ekki reiðubúin að horfast í augu við það? Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. Í tengslum við dag íslenskrar tungu í haust var stofnuð sérstök ráðherranefnd um íslenska tungu samkvæmt tillögu forsætisráðherra, skipuð fimm ráðherrum, og er henni „ætlað að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast“ og „vinna markvisst að stefnumótun stjórnvalda og aðgerða í þágu tungumálsins“. Það hefði mátt ætla að þessa starfs sæi stað í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2024-2028 og þar eru þessi mál vissulega nefnd: „Árið 2022 voru um 10 þúsund erlendir ríkisborgarar sem fluttu til landsins umfram brottflutta. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram og að fjöldinn verði ekki minni í ár.“ Auk þeirra sem hingað koma í atvinnuleit hefur flóttafólki og fólki sem hefur verið veitt alþjóðleg vernd fjölgað mikið og í áætluninni er bent á að óvissa sé um efnahagsleg áhrif af þeirri fjölgun til skemmri og lengri tíma: „Til lengri tíma ráðast þau ekki síst af því hvernig fólkinu gengur að aðlagast íslensku samfélagi, vinnumarkaði og skólakerfi og hvernig tekst að tryggja aðgengi að íslenskukennslu.“ Þetta er grundvallaratriði. Í framhaldi af þessu hefði mátt búast við því að í áætluninni væri að finna fjármögnuð áform um stórátak í íslenskukennslu. En því er ekki að heilsa þótt vissulega sé vikið að mikilvægi íslenskukennslu á nokkrum stöðum, t.d. í kafla um leik- og grunnskóla: „Sú mikla áskorun menntakerfisins sem felst í auknum fjölda þessara nemenda [þ.e. af erlendum uppruna] og barna í leit að alþjóðlegri vernd kallar á […] styrkingu kennslu í íslensku sem öðru tungumáli.“ Í kafla um framhaldsfræðslu segir: „Aðgengi að íslenskunámi og samfélagsfræðslu þarf að vera auðvelt og verið er að þróa stuðningskerfi við starfstengt íslenskunám á vinnustað. Einnig hefur samstarfshópur hafið störf um úrbætur í íslenskukennslu […].“ Gott svo langt sem það nær. En það nær bara ekki langt. Þetta eru aðeins óskir og áform – engar aðgerðir, hvað þá fjármagn. Í viðauka áætlunarinnar er fjallað um stöðu og horfur á einstökum málefnasviðum í mörgum köflum sem öllum er skipt í undirkafla á sama hátt. Meðal undirkafla eru „Helstu áskoranir“, „Tækifæri til umbóta“ og „Áhættuþættir“. Það vekur sérstaka athygli að þörf fyrir íslenskukennslu er sjaldnast nefnd í köflum um helstu áskoranir – ekki í 10.05 Útlendingamál, ekki í 14.1 Ferðaþjónusta, og ekki í 29.7 Málefni innflytjenda og flóttafólks. Tækifæri sem íslenskukennsla skapar eru ekki heldur nefnd í köflum um tækifæri til umbóta, og áhættan af því að hér verði til samfélög fólks sem ekki talar íslensku er ekki nefnd í köflum um áhættu. Íslenskunám er þó nefnt í kafla um framhaldsfræðslu og í töflu í þeim kafla eru sett þau markmið að „fjöldi skráninga á íslenskunámskeið viðurkenndra fræðsluaðila“ fari úr 8.400 árið 2022 upp í 15.000 2028, og „hlutfall ánægðra og mjög ánægðra á þessum námskeiðum“ fari úr 40% í 70% á sama tíma. Ekkert kemur samt fram um það hvernig eigi að ná þessum markmiðum og ekki verður séð að til standi að auka fjárveitingar til málaflokksins að marki. Í heildina má segja að frá sjónarhóli íslenskrar tungu sé fjármálaáætlunin dapurleg lesning og veki litlar vonir um að íslenskan komist úr þeirri varnarstöðu sem hún er í. Við þurfum að gera miklu betur og það kostar mikið fé – eru stjórnvöld kannski ekki reiðubúin að horfast í augu við það? Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar