Lífið

Kaley Cuoco orðin móðir

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kaley Cuoco og kærasti hennar, Tom Pelphrey, eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum.
Kaley Cuoco og kærasti hennar, Tom Pelphrey, eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum. Getty/Jeff Kravitz

Leikkonan og Íslandsvinkonan Kaley Cuoco er orðin móðir. Hún og kærasti hennar, Tom Pelphrey, eignuðust sitt fyrsta barn á fimmtudaginn. 

Cuoco greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni og birtir hún mynd af nýfæddri dóttur þeirra. Dóttirin hefur fengið nafnið Matilda Carmine Richie Pelphrey.

Cuoco fer með aðalhlutverkið í þáttunum Flight Attendant sem voru teknir að hluta til upp á Íslandi árið 2021. 

Hún var áður gift Karl Cook í þrjú ár en þau skildu sumarið 2021. Í maí á síðasta ári tilkynnti hún að hún og Pelphrey væru saman og skömmu síðar kom óléttutilkynningin.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.