Innlent

Tveir með sexfaldan fyrsta vinning í Lottó

Eiður Þór Árnason skrifar
Það var greinilega lukkulegt laugardagskvöld á sumum íslenskum heimilum í kvöld.
Það var greinilega lukkulegt laugardagskvöld á sumum íslenskum heimilum í kvöld. Vísir/Vilhelm

Tveir heppnir miðaeigendur skiptu sexföldum Lottópotti á milli sín í útdrætti kvöldsins og fær hvor þeirra rúmar 54 milljónir króna í sinn hlut.

Að sögn Íslenskrar getspár var annar miðinn keyptur hjá N1 við Ártúnshöfða í Reykjavík en hinn í Lottó-appinu. Sex miðaeigendur voru með bónusvinninginn og fær hver 238.100 krónur. Miðarnir voru keyptir í Olís við Tryggvabraut á Akureyri, Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum, Lottó-appinu, á lotto.is og tveir eru í áskrift.

Þar að auki var einn spilari í áskrift með allar Jókertölurnar réttar - og í réttri röð og fær 2 milljónir króna. Fjórir voru svo með 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur, af því er fram kemur á vef Íslenskrar getspár.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.