Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ Ása Ninna Pétursdóttir og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 31. mars 2023 13:47 Kleini og Hafdís Björg segjast ekki vera komin í samband, líkt og mbl.is greindi frá í gær. Instagram/Samsett „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. Kristján Einar Sigurbjörnsson, sem yfirleitt er kallaður Kleini, hefur hlotið mikla athygli í fjölmiðlum síðustu tvö ár bæði vegna sambands síns við söngkonuna Svölu Björgvins og vegna lögbrota. Hann sat meðal annars inni í fangelsi á Spáni í átta mánuði. Hafdís Björg Kristjánsdóttir er einkaþjálfari og margfaldur Íslandsmeistari í fitness. Fóru á rúntinn og á Nammibarinn síðustu helgi Kleini er þessa dagana í meðferð í Krýsuvík og segir Hafdís það einnig gefa auga leið að verulega ótímabært sé að segja eitthvað til um hvernig kynni þeirra muni þróast, sérstaklega þar sem Kleini verði í meðferð næstu þrjá mánuðina. Hafdís segist hafa fengið skilaboð á Facebook frá blaðamanni Smartlands á mbl.is í gærkvöldi þar sem blaðamaður segist hafa frétt það að hún væri komin með kærasta. Ég bara svona, haha! Í alvöru? Mér datt ekki í hug að þessi manneskja hefði einhverja hugmynd um mín mál, sérstaklega þar sem við höfum ekki einu sinni ennþá farið á formlegt deit. Hafdís segir að þau hafi þó farið í bíltúr síðustu helgi og á Nammibarinn í Hagkaup, það sé allt og sumt. Sendu sameiginlega yfirlýsingu á mbl.is Hafdís segist hafa staðfest það við blaðamanninn að hún sé að hitta einhvern en að það sé engan veginn tímabært að greina frá því þar sem aðeins nokkrir dagar eru síðan þau byrjuðu að stinga saman nefjum. „Þá sendir hún strax til baka nafnið Kleini og ég screenshoota og sendi á Kleina og spurði hvað við ættum að gera. Ég skil ekki hvernig svona fréttist svo hratt, ég er ekki einu sinni búin að tala við börnin mín.“ Hafdís og Kleini ákváðu því að skrifa yfirlýsingu saman til blaðamannsins til að koma því skýrt á framfæri að þau væru ekki formlega par og vilji því halda þessu fyrir sig meðan þau átti sig á því hvað þau vilji sjálf. Vildi ekki blanda börnum sínum í málin Fréttin birtist í gærkvöldi á mbl.is og segir Hafdís ástandið í kringum sig síðan hafa verið hreina geðveiki. Sérstaklega vegna drengja sinna sem heyrðu fyrst af þessu í fjölmiðlum. Strákarnir mínir elstu þrír lenda svakalega mikið í þessu. Ég hefði ekki viljað vera að draga strákana mína í mín sambönd fyrr en ég veit að þetta er eitthvað sem mig langar að vera í, en nú er búið að henda öllum inn í þetta. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Uppfært klukkan 15:26 Marta María Winkel Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands á Mbl.is, hafnar því að hafa farið með rangt mál í frétt Smartlands um Kristján Einar og Hafdísi. Hafdís hafi staðfest að hún ætti kærasta og í framhaldinu sent henni myndir af þeim til að nota með frétt. Ástin og lífið FM957 Tengdar fréttir Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13 Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48 Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Kristján Einar Sigurbjörnsson, sem yfirleitt er kallaður Kleini, hefur hlotið mikla athygli í fjölmiðlum síðustu tvö ár bæði vegna sambands síns við söngkonuna Svölu Björgvins og vegna lögbrota. Hann sat meðal annars inni í fangelsi á Spáni í átta mánuði. Hafdís Björg Kristjánsdóttir er einkaþjálfari og margfaldur Íslandsmeistari í fitness. Fóru á rúntinn og á Nammibarinn síðustu helgi Kleini er þessa dagana í meðferð í Krýsuvík og segir Hafdís það einnig gefa auga leið að verulega ótímabært sé að segja eitthvað til um hvernig kynni þeirra muni þróast, sérstaklega þar sem Kleini verði í meðferð næstu þrjá mánuðina. Hafdís segist hafa fengið skilaboð á Facebook frá blaðamanni Smartlands á mbl.is í gærkvöldi þar sem blaðamaður segist hafa frétt það að hún væri komin með kærasta. Ég bara svona, haha! Í alvöru? Mér datt ekki í hug að þessi manneskja hefði einhverja hugmynd um mín mál, sérstaklega þar sem við höfum ekki einu sinni ennþá farið á formlegt deit. Hafdís segir að þau hafi þó farið í bíltúr síðustu helgi og á Nammibarinn í Hagkaup, það sé allt og sumt. Sendu sameiginlega yfirlýsingu á mbl.is Hafdís segist hafa staðfest það við blaðamanninn að hún sé að hitta einhvern en að það sé engan veginn tímabært að greina frá því þar sem aðeins nokkrir dagar eru síðan þau byrjuðu að stinga saman nefjum. „Þá sendir hún strax til baka nafnið Kleini og ég screenshoota og sendi á Kleina og spurði hvað við ættum að gera. Ég skil ekki hvernig svona fréttist svo hratt, ég er ekki einu sinni búin að tala við börnin mín.“ Hafdís og Kleini ákváðu því að skrifa yfirlýsingu saman til blaðamannsins til að koma því skýrt á framfæri að þau væru ekki formlega par og vilji því halda þessu fyrir sig meðan þau átti sig á því hvað þau vilji sjálf. Vildi ekki blanda börnum sínum í málin Fréttin birtist í gærkvöldi á mbl.is og segir Hafdís ástandið í kringum sig síðan hafa verið hreina geðveiki. Sérstaklega vegna drengja sinna sem heyrðu fyrst af þessu í fjölmiðlum. Strákarnir mínir elstu þrír lenda svakalega mikið í þessu. Ég hefði ekki viljað vera að draga strákana mína í mín sambönd fyrr en ég veit að þetta er eitthvað sem mig langar að vera í, en nú er búið að henda öllum inn í þetta. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Uppfært klukkan 15:26 Marta María Winkel Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands á Mbl.is, hafnar því að hafa farið með rangt mál í frétt Smartlands um Kristján Einar og Hafdísi. Hafdís hafi staðfest að hún ætti kærasta og í framhaldinu sent henni myndir af þeim til að nota með frétt.
Ástin og lífið FM957 Tengdar fréttir Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13 Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48 Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13
Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48
Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“