Vegagerðin leggst alfarið gegn frumvarpi um lækkun hámarkshraða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2023 10:32 Vegagerðin segir mikilvægt að ákvörðunarvaldið um hámarkshraða liggi hjá stofnuninni. Vísir/Egill Vegagerðin setur sig alfarið upp á móti þeim breytingum sem finna má í frumvarpi þingmanna Pírata og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um lækkun hámarkshraða. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að hámarkshraði í vistgötum og afmörkuðum bifreiðastæðum verði 10 km/klst í stað 15 km/klst og að almennur hámarkshraði innan þéttbýlis verði 30 km/klst í stað 50 km/klst. Þá er einnig lagt til að ákvæði umferðarlaga sem kveður á um heimild til að hækka hámarkshraða upp í allt að 110 km/klst við ákveðnar aðstæður verði fellt úr lögum og að sveitarstjórnum verði falið að ákveða hámarkshraða á þjóðvegum innan þéttbýlis að fengnu samþykki lögreglu og Vegagerðarinnar. Í umsögn Vegagerðarinnar segir meðal annars að útfrá öryggissjónarmiðum sé ekki tilefni til að lækka hámarkshraða í vistgötum og á afmörkuðum bifreiðastæðum í 10 km/klst. Þá segir um lækkun almenns hámarkshraða innan þéttbýlis í 30 km/klst að þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu séu meginstofnæðar sem þurfi að geta afkastað miklu umferðarmagni á sem skemmstum tíma. Lækkun á umferðarhraða gæti haft í för með sér truflun á samgöngum með tilheyrandi kostnaði og tímatapi. Mikilvægt sé að ákvörðun um leyfilegan hámarkshraða miðist við hlutverk viðkomandi vegar. Í þessu samhengi er einnig komið inn á þátt ökumanna: „Mikilvægt er að vegfarendur fylgi settum hraðamörkum og til þess að svo verði er grundvallaratriði að þau séu í samræmi við gerð vegar og umhverfi hans þannig að vegfarendum finnist leyfilegur hámarkshraði trúverðugur og sanngjarn og telji því eðlilegt að virða hraðamörkin. Þekkt er að þolinmæði og hegðun ökumanna og vilji til að aka á lægri hraða langar vegalengdir er takmarkaður. Því getur verið nauðsynlegt að hafa valkosti fyrir ökumenn að aka leiðir sem eru með hærri ökuhraða við öruggar aðstæður fyrir aðra vegfarendahópa. Verstu aðstæður eru ef hámarkshraði er lækkaður þar sem ólíkum vegfarendahópum er blandað saman en raunverulegur hraði ökutækja lækkar ekki til samræmis við leyfilegan hámarkshraða. Það getur valdið meiri slysahættu en áður.“ Um heimild til að hækka hámarkshraða í 110 km/klst segir að engir vegir á Íslandi uppfylli skilyrði til að geta kallast hraðbrautir og því hafi ekki komið til greina hingað til að nýta heimildina. Þetta gæti hins vegar breyst og því sé ekki ástæða til að fella heimildina úr gildi. Um ákvörðunarvald um hámarkshraða segir Vegagerðin ákvörðun um hámarkshraða nátengda veghaldi. Tillaga frumvarpsins gangi gegn núverandi stefnu um að vegahaldari beri ábyrgð á öryggi umferðar, ástandi og merkingu vega. „Vegagerðin ber sem veghaldari ábyrgð á öryggi umferðar á þjóðvegum á milli þéttbýlisstaða og sveitarfélaga og þannig á samgöngum á landsvísu. Þannig ber Vegagerðin ábyrgð á virkni vega í stærra samhengi en sveitarfélög innan síns sveitarfélags. Mikilvægt er því að Vegagerðin hafi ábyrgð á og fari með ákvörðunarvald um hámarkshraða á þeim vegum sem hún ber ábyrgð á,“ segir í umsögninni. Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að hámarkshraði í vistgötum og afmörkuðum bifreiðastæðum verði 10 km/klst í stað 15 km/klst og að almennur hámarkshraði innan þéttbýlis verði 30 km/klst í stað 50 km/klst. Þá er einnig lagt til að ákvæði umferðarlaga sem kveður á um heimild til að hækka hámarkshraða upp í allt að 110 km/klst við ákveðnar aðstæður verði fellt úr lögum og að sveitarstjórnum verði falið að ákveða hámarkshraða á þjóðvegum innan þéttbýlis að fengnu samþykki lögreglu og Vegagerðarinnar. Í umsögn Vegagerðarinnar segir meðal annars að útfrá öryggissjónarmiðum sé ekki tilefni til að lækka hámarkshraða í vistgötum og á afmörkuðum bifreiðastæðum í 10 km/klst. Þá segir um lækkun almenns hámarkshraða innan þéttbýlis í 30 km/klst að þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu séu meginstofnæðar sem þurfi að geta afkastað miklu umferðarmagni á sem skemmstum tíma. Lækkun á umferðarhraða gæti haft í för með sér truflun á samgöngum með tilheyrandi kostnaði og tímatapi. Mikilvægt sé að ákvörðun um leyfilegan hámarkshraða miðist við hlutverk viðkomandi vegar. Í þessu samhengi er einnig komið inn á þátt ökumanna: „Mikilvægt er að vegfarendur fylgi settum hraðamörkum og til þess að svo verði er grundvallaratriði að þau séu í samræmi við gerð vegar og umhverfi hans þannig að vegfarendum finnist leyfilegur hámarkshraði trúverðugur og sanngjarn og telji því eðlilegt að virða hraðamörkin. Þekkt er að þolinmæði og hegðun ökumanna og vilji til að aka á lægri hraða langar vegalengdir er takmarkaður. Því getur verið nauðsynlegt að hafa valkosti fyrir ökumenn að aka leiðir sem eru með hærri ökuhraða við öruggar aðstæður fyrir aðra vegfarendahópa. Verstu aðstæður eru ef hámarkshraði er lækkaður þar sem ólíkum vegfarendahópum er blandað saman en raunverulegur hraði ökutækja lækkar ekki til samræmis við leyfilegan hámarkshraða. Það getur valdið meiri slysahættu en áður.“ Um heimild til að hækka hámarkshraða í 110 km/klst segir að engir vegir á Íslandi uppfylli skilyrði til að geta kallast hraðbrautir og því hafi ekki komið til greina hingað til að nýta heimildina. Þetta gæti hins vegar breyst og því sé ekki ástæða til að fella heimildina úr gildi. Um ákvörðunarvald um hámarkshraða segir Vegagerðin ákvörðun um hámarkshraða nátengda veghaldi. Tillaga frumvarpsins gangi gegn núverandi stefnu um að vegahaldari beri ábyrgð á öryggi umferðar, ástandi og merkingu vega. „Vegagerðin ber sem veghaldari ábyrgð á öryggi umferðar á þjóðvegum á milli þéttbýlisstaða og sveitarfélaga og þannig á samgöngum á landsvísu. Þannig ber Vegagerðin ábyrgð á virkni vega í stærra samhengi en sveitarfélög innan síns sveitarfélags. Mikilvægt er því að Vegagerðin hafi ábyrgð á og fari með ákvörðunarvald um hámarkshraða á þeim vegum sem hún ber ábyrgð á,“ segir í umsögninni.
Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira