Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Mikil hætta er enn á snjóflóðum og krapaflóðum á Austfjörðum og hefur verið gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Við fjöllum um stöðuna í fréttatímanum okkar kl. 18:30. 

Vantrauststillaga á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í dag. Ráðherrann segist ekki hafa brotið lög. Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi í fréttatímanum okkar.

Þá ræðum við við framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem segir ríkisstjórnina þurfa að ganga mun lengra til að ná niður verðbólgunni.

Við fjöllum líka um fermingar og ræðum við einstæða móður sem segir kostnaðinn við að ferma son sinn mikinn. Við verðum í beinni útsendingu frá Gamla bíó þar sem kokteilakeppni stendur yfir.

Við hittum líka fjóra ofurhuga sem eru á leið í einstakan leiðangur á Baffin eyju nærri Kanada þar sem þeir munu ferðast um á nokkurskonar flugdreka.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×