Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Stefán Árni Pálsson skrifar 29. mars 2023 11:31 Angela hefur rannsakað gervigreind ítarlega og segir að hún sé einfaldlega komin til að vera. Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. Umræðan um gervigreindar-mállíkanið Chat GPT hefur verið áberandi að undanförnu sér í lagi í ljósi þess að gervigreindin talar nú íslensku og sumir ganga svo langt að segja að líkanið gæti orðið liður í því að bjarga íslenskri tungu frá glötun. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Angelu Jiang, vörustjóra hjá bandaríska tæknifyrirtækinu OpenAI sem þróaði Chat GPT mállíkanið. „Um er að ræða forrit sem tekur inn texta og gefur þér texta til baka. Þetta er mjög einfalt en getur gert mjög mikið. Það getur svarað spurningum þínum, viðhaldið samtali, gefið þér hugmyndir eða kennt þér sitthvað. Það er í raun þannig að þegar þú ert að tala við manneskju þá eru samskiptin texti inn, texti út. Forritið er aðeins einu skrefi frá því að ná fleiri markmiðum með einfaldri vefsíðu,“ segir Angela. Hugsar ekki eins og menn Jafnvel þó það gæti hljómað svo þá segir hún að líkanið hugsi ekki líkt og menn, heldur vinnur það úr gögnum og varpar þannig fram upplýsingum. „Það sem það gerir í gruninn er að það hefur safnað fjölda gagna af netinu, úr bókum og þegar þú færir því texta spáir það fyrir hvernig næsti texti gæti verið. Hvað yrði gagnlegt. Þannig er þetta mun einfaldara en manneskja. Það er ekki málefnalegt, eða hefur neina röksemdarfærslu.“ En af hverju þurfum við á þessu að halda? „Þessi tækni getur aðstoðað okkur við margt. Þetta gæti t.d. nýst okkur til að kynnast sögu hafnaboltans. Það færir okkur svör og hugmyndir. Kannski vill maður hjálp við að semja ljóð. Það getur líka hjálpað þér við það.“ Umræðan um gervigreind hefur verið áberandi í tengslum við menntamál og skólar í New York hafa til að mynda bannað tólið því gervigreindin getur hjálpað nemendum að svindla á verkefnum. Angela segir að menntun muni breytast með tilkomu gervigreindarinnar en að í því séu fólgin mörg tækifæri. Ekki óvinur okkar „Við höfum þegar byrjað samstarf við menntakerfi sem framleiða gervigreindarmenni. Þú getur spurt þau spurninga og þau leiðbeina þér áfram að rétta svarinu án þess að segja þér svarið, heldur frekar spyrja þig fleiri spurninga og leiða þig áfram að því að læra námsefnið sjálfur.“ Að hennar mati er mikilvægt að kennarar og menntastofnanir líti ekki á gervigreindina sem óvin sinn, heldur læri á hana og hvernig best er að nýta hana. Hún segir einnig að mörg störf muni breytast með áframhaldandi þróun á tækninni. „Við búumst við að störf breytist með allri tækniþróun. Einhver störf gætu horfið en við búumst helst við því að eðli starfsins muni þróast til hins betra. Ef starfið felst t.d. í því að skrifa texta þá geti forritið kannski gert leiðinlegasta partinn ef maður getur orðað það sem svo.“ Og jafnvel þó einhver störf gætu þurrkast út þá muni ný störf skapast samhliða því. „Það munu verða til ný störf. Það er erfitt að sjá fyrir hvernig störfin verða en ein af þeim ástæðum sem við vildum þróa þessa tækni og setja hana í loftið núna er til að hefja ákveðna aðlögun.“ Hún nefnir það til dæmis að jafnvel þó gervigreindin geti í raun átt samtal við notandann þá getur hún ekki komið í staðinn fyrir mannleg samskipti. Mannleg samskipti eru og munu verða mannleg en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Gervigreind Tækni Ísland í dag Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Fleiri fréttir Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Sjá meira
Umræðan um gervigreindar-mállíkanið Chat GPT hefur verið áberandi að undanförnu sér í lagi í ljósi þess að gervigreindin talar nú íslensku og sumir ganga svo langt að segja að líkanið gæti orðið liður í því að bjarga íslenskri tungu frá glötun. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Angelu Jiang, vörustjóra hjá bandaríska tæknifyrirtækinu OpenAI sem þróaði Chat GPT mállíkanið. „Um er að ræða forrit sem tekur inn texta og gefur þér texta til baka. Þetta er mjög einfalt en getur gert mjög mikið. Það getur svarað spurningum þínum, viðhaldið samtali, gefið þér hugmyndir eða kennt þér sitthvað. Það er í raun þannig að þegar þú ert að tala við manneskju þá eru samskiptin texti inn, texti út. Forritið er aðeins einu skrefi frá því að ná fleiri markmiðum með einfaldri vefsíðu,“ segir Angela. Hugsar ekki eins og menn Jafnvel þó það gæti hljómað svo þá segir hún að líkanið hugsi ekki líkt og menn, heldur vinnur það úr gögnum og varpar þannig fram upplýsingum. „Það sem það gerir í gruninn er að það hefur safnað fjölda gagna af netinu, úr bókum og þegar þú færir því texta spáir það fyrir hvernig næsti texti gæti verið. Hvað yrði gagnlegt. Þannig er þetta mun einfaldara en manneskja. Það er ekki málefnalegt, eða hefur neina röksemdarfærslu.“ En af hverju þurfum við á þessu að halda? „Þessi tækni getur aðstoðað okkur við margt. Þetta gæti t.d. nýst okkur til að kynnast sögu hafnaboltans. Það færir okkur svör og hugmyndir. Kannski vill maður hjálp við að semja ljóð. Það getur líka hjálpað þér við það.“ Umræðan um gervigreind hefur verið áberandi í tengslum við menntamál og skólar í New York hafa til að mynda bannað tólið því gervigreindin getur hjálpað nemendum að svindla á verkefnum. Angela segir að menntun muni breytast með tilkomu gervigreindarinnar en að í því séu fólgin mörg tækifæri. Ekki óvinur okkar „Við höfum þegar byrjað samstarf við menntakerfi sem framleiða gervigreindarmenni. Þú getur spurt þau spurninga og þau leiðbeina þér áfram að rétta svarinu án þess að segja þér svarið, heldur frekar spyrja þig fleiri spurninga og leiða þig áfram að því að læra námsefnið sjálfur.“ Að hennar mati er mikilvægt að kennarar og menntastofnanir líti ekki á gervigreindina sem óvin sinn, heldur læri á hana og hvernig best er að nýta hana. Hún segir einnig að mörg störf muni breytast með áframhaldandi þróun á tækninni. „Við búumst við að störf breytist með allri tækniþróun. Einhver störf gætu horfið en við búumst helst við því að eðli starfsins muni þróast til hins betra. Ef starfið felst t.d. í því að skrifa texta þá geti forritið kannski gert leiðinlegasta partinn ef maður getur orðað það sem svo.“ Og jafnvel þó einhver störf gætu þurrkast út þá muni ný störf skapast samhliða því. „Það munu verða til ný störf. Það er erfitt að sjá fyrir hvernig störfin verða en ein af þeim ástæðum sem við vildum þróa þessa tækni og setja hana í loftið núna er til að hefja ákveðna aðlögun.“ Hún nefnir það til dæmis að jafnvel þó gervigreindin geti í raun átt samtal við notandann þá getur hún ekki komið í staðinn fyrir mannleg samskipti. Mannleg samskipti eru og munu verða mannleg en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Gervigreind Tækni Ísland í dag Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Fleiri fréttir Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Sjá meira