Innlent

Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Aðeins ein þyrla er til taks sem stendur.
Aðeins ein þyrla er til taks sem stendur. Vilhelm

Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum.

Áhöfnin hafði verið í sleitulausri vinnu sólahringinn áður og þurfti því sinn lögboðna hvíldartíma og ekki gekk að fá fólk af frívakt í útkallið. Þetta segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við mbl.is. Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar eru nú í viðhaldi og því aðeins ein til taks.

Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi.Vilhelm

Sú hafði verið í aðgerðum á Austfjörðum vegna snjóflóðanna og fór svo í útkall í gærnótt undir Eyjafjallajökli þar sem tveimur fjallgöngumönnum var bjargað. Þegar rútuslysið varð var því engin áhöfn til taks. Þrír voru fluttir á slysadeild með sjúkrabíl um langan veg en enginn var talinn alvarlega slasaður.

Íslenskir atvinnuflugmenn hafa verið án kjarasamnings á fjórða ár og segir Ásgeir í svari sínu til mbl að svo virðist sem kjaradeilan við ríkið hafi að undanförnu haft þær afleiðingar að erfiðara sé fyrir Landhelgisgæsluna að kalla út flugmenn af frívöktum til að annast útköll við aðstæður sem þessar.


Tengdar fréttir

Þrír fluttir á slysa­deild eftir að rúta valt á Ör­æfum

Rúta með tæplega þrjátíu farþegum valt í Öræfasveit í dag. Þrír voru fluttir með sjúkrabíl til Hafnar í Hornafirði og verða þaðan fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Enginn þeirra slösuðu er með lífshættulega áverka.

Tveimur fjall­göngu­mönnum bjargað á Hamra­garða­heiði

Tveir lentu í hremmingum í nótt þar sem þeir voru að klífa Fagrafell á Hamragarðaheiði við Eyjafjallajökul. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að annar maðurinn hafi fallið niður fellið nokkurn spöl og við það endaði hinn í sjálfheldu og komst ekki niður til félaga síns.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×