Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður

Vegurinn um Fagradal sem tengir helstu byggðarlög Austfjarða við Egilstaði opnaði síðdegis í dag eftir tæpa sólarhringslokun. Hvorki viðbragðsaðilar né aðrir höfðu komist um veginn, sem liggur meðal annars í Neskaupstað, vegna snjóflóðahættu. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu og ræðum meðal annars við Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar.

Þá kíkjum við á Alþingi þar sem heitar umræður sköpuðust um meint lögbrot dómsmálaráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja nýtt minnisblað frá skrifstofu þingsins kveða úr um þetta.

Við kíkjum vestur um haf en íslenskur námsmaður sem býr í átta mínútna akstursfjarlægð frá skóla, þar sem sex voru myrtir í skotárás í gær, segir málið sérstaklega óþægilegt. Hún sé nær alltaf vör um sig í skólanum vegna hárrar tíðni skotárása í bandarískum skólum

Þá heyrum við í fjármálaráðgjafa um það hvernig þeir sem eru í fjárfestingahugleiðingum, ekki síst ungt fólk, á að komast inn á fasteignamarkaðinn.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.