Renner er einna þekktastur fyrir að leika ofurhetjuna Hawkeye í Marvel-kvikmyndaheiminum.
Samkvæmt lögregluskýrslum var hann að nota snjóruðningstæki til að draga bifreið frænda síns úr snjó þegar hann yfirgaf tækið án þess að nota bremsuna. Tækið rann áfram og þegar Renner reyndi að bjarga frænda sínum frá plóginum lenti hann sjálfur undir honum.
Leikarinn hlaut meðal annars höggáverka á bringuna, þurfti að gangast undir tvær aðgerðir og dvaldi rúmar tvær vikur á spítala. Renner greindi sjálfur frá því að fleiri en 30 bein hefðu brotnað.
I now have to find OTHER things to occupy my time so my body can recover from my will. #minduful #intended #recovery pic.twitter.com/TuDFSMVJHY
— Jeremy Renner (@JeremyRenner) March 26, 2023
Um þessar mundir má sjá Renner í þáttunum Mayor of Kingstown, sem sýndir eru á Paramount+.