Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. arnar halldórsson

Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. Við fjöllum um málið.

Engin vilji er til þess að áfengi verði selt í almennum verslunum segir þingkona framsóknarflokksins en frumvarp um rýmkun opnunartíma Vínbúða hefur verið lagt fyrir Alþingi. Þörf sé að koma böndum á villta vestrið í áfengismálum.

Við skellum okkur í Reykjanesbæ þar sem innflytjendur læra íslensku sérsniðna fyrir störf í leik og grunnskólum en skortur á íslenskukunnáttu getur staðið innflytjendum fyrir þrifum í atvinnuleit.

Varnarmálaráðherra Ísraels hvatti ríkisstjórn landsins til að hætta við umdeildar breytingar á dómstólum landsins í gær og var þar með fyrsti ráðherrann sem mælir opinberlega gegn frumvarpinu.

Auk þess sem við förum yfir veðrið á Suðurlandi, Lóuna og hittum hund sem nýlega varð kvikmyndastjarna.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×