Fram kemur í umfjöllun RÚV að kvartanir hafi borist eftir viðburð hjá starfsmönnum lögreglunnar.
Haft er eftir Margréti Kristínu Pálsdóttur, staðgengli lögreglustjóra, að lögregluembættið tjái sig ekki um einstök mál. Hins vegar sé, og verði ávallt, brugðist alvarlega við í slíkum málum.
RÚV greinir frá því að enginn yfirlögregluþjónn hafi verið sendur í leyfi vegna málsins. Margrét Kristín geti ekki tjáð sig um eðli kvartananna né hversu margar þær eiga að hafa verið.