Við kynnum til leiks útgáfu númer eitt hundrað af kvissinu vinsæla. Sem fyrr eru í því tíu spurningar þar sem snert er á því sem gerðist í liðinni viku.
Hversu háir eru hinir margumdræddu stýrivextir eftir hækkun vikunnar? Hvaða nafn hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar vegna afbökunar? Hvaða drykkur kemur ekki nálægt pylsusoðinu á Bæjarins besta?
Spreyttu þig á spurningunum og sem fyrr er montrétturinn að veði.